fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Þetta er eitt það versta sem ég hef gert og ég er ennþá með samviskubit“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. desember 2022 12:01

Simmi Vill. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, oftast kallaður Simmi Vill, segir frá því þegar hann gerði óvart heyrnarlausum manni slæman grikk. Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 70 mínútum – sem ber titilinn „Simmi drap næstum heyrnarlausan sölumann“ – segir hann að þetta sé eitt af því versta sem hann hefur gert og honum líður enn mjög illa yfir atvikinu.

Ætlaði að bregða Jóa

„Ég og Jói vorum alltaf að undirbúa útvarpsþátt á miðvikudagskvöldum. Þetta tiltekna miðvikudagskvöld þá var konan mín ekki heima, ég var heima með börnin þannig Jói ákvað að koma heim til mín og við ætluðum að skipuleggja þennan laugardagsþátt á Bylgjunni,“ segir hann.

„Og það var dinglað og ég hugsaði að þetta væri Jói. Þannig ég labbaði inn í forstofu og það var svona ljósaskynjari sem kviknaði á inni í forstofu, þannig ég var að skríða eftir gólfinu svo ljósið myndi ekki kvikna. Ég svona læddist meðfram skóskápnum og svo stökk ég á hurðarhúninn og [öskraði]: „BAAAA!“ Ég ætlaði að bregða Jóa. Heyrðu þá stóð þarna maður með posa,“ segir Simmi og leikur viðbrögð hans.

Hann segir að manninum hafi brugðið svakalega. „Mér hefur aldrei á ævinni liðið eins illa. Hljóðið var… Hann var með ekka,“ segir Simmi.

Um var að ræða heyrnarlausan sölumann sem var að ganga í hús og selja happdrættismiða fyrir Félag heyrnarlausra.

„Greyið maðurinn“

Simmi segir að hann hafi sjálfur farið í kerfi og hafi byrjað að biðjast afsökunar á ensku. „Greyið maðurinn […] Hann var bara með ekka. Ég fattaði strax að þetta væri ekki í lagi. Þarna stóð greyið maðurinn með posa í vinstri og happdrættismiða í hægri og andaði mjög hátt,“ segir hann.

Simmi endaði með að kaupa þrjá miða. „Mér hefur aldrei á ævinni liðið jafn illa. Þetta var rosalega vont. Þetta er eitt það versta sem ég hef gert og ég er ennþá með samviskubit yfir þessu. En svo er hann snjall því hann kemur svo alltaf til mín og ég kaupi alltaf þrjá miða.“

Simmi tekur það fram að hann sé ekki að gera grín að heyrnarlausum. „Ég er fíflið í þessu,“ segir hann.

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan, spilarinn byrjar þar sem Simmi lýsir atvikinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?