fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fókus

Hverju spáði hin blinda Baba Vanga, frægasta spákona allra tíma, um árið 2023? – Skelfilegar náttúrhamfarir, sýklavopn og barnaframleiðsla yfirvalda

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 19. desember 2022 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vangeliya Pandeva Gushterova, betur þekkt sem Baba Vanga, fæddist í Búlgaríu 1911. Hún fæddist fyrir tímann sem olli ýmsum kvillum sem áttu eftir að plaga hana alla ævi.

Missti sjónina en fékk spádómsgáfu

Foreldrar hennar voru bláfátækt bændafólk sem hafði engin tök á að leita læknisaðstoðar. Baba Vanga fæddist meðal annars sjónskert og fór því aldrei í skóla og missti sjónina 12 ára gömul. Hún lærði aldrei að lesa né skrifa en hélt því fram að guð hefði talað við sig þegar hún varð blind og sagt henni að hann hefði gefið henni spádómsgáfu í stað sjónarinnar.

Baba Vanga á yngri árum ásamt eiginmanni sínum.

Svo Baba Vanga hóf að spá og smám saman dreifðist orðrómur um nákæmni spádóma hennar um austur Evrópu og á áttunda áratugnum var hún orðin heimsþekkt fyrir spádóma sína. Fólk, fræðimenn og ekki síst fyrirmenni, þyrptust í litla þorpið hennar til að skrá niður spádómana og spyrja um framtíðina.

Hún mun hafa spáð fyrir hruni Sovétríkjanna, dauða Stalíns, sameiningu Þýskalands, hryðjuverkárásunum í New York, flóðbylgjunni í Tælandi, Brexit, dauða Díönu prinsessu og kosningu bæði Obama og Trump, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.

Sagt er að 85% spádóma hennar hafi reynst réttir hingað til.

Spádómar hennar ná allt til ársins 5079 en hún segir jörðina munu farast það ár.

Hvað með 2023?

En hverjar eru spár Baba Vanga fyrir komandi ár?

Þær eru vægast sagt ekki hressandi og samkvæmt Baba Vanga bíður mannkyns fremur ömurlegt ár. Áherslan er næstum öll á náttúruöfl, ekki einstaklinga eða stjórnmál, eins og oft áður.

Sólstormur og sýklavopn

Ein skelfilegasta spáin fyrir árið 2023 er um sólstorm sem muni hafa skelfilegar afleiðingar. Hugtakið „sólstormur“ getur vísað til nokkurra fyrirbæra á yfirborði sólarinnar, til að mynda sólgoss sem gæti náð til jarðar og valdið jarðsegulstormum sem gætu hugsanlega gjöreyðilagt rafveitukerfi heimsins og valdið víðtækri eyðileggingu.

Jörðin mun fara illa, meðal annars af völdum sólgosa, á komandi ári. Mynd/Getty

Hún spáði einnig að prófanir á líffræðilegum vopnum, sýklavopnum, fari fram í stóru landi og hafa í för með sér hræðilegar afleiðingar. Hún tók ekki fram hvort það yrðu stjórnvöld eða aðrir, á við hryðjuverkahópa, sem yrðu ábyrgir né hverjar afleiðingarnar nákvæmlega yrðu.

Baba Vanga spáir einnig sprengingu í kjarnorkuveri 2023, en hún spáði réttilega fyrir  Chernobyl slysinu.

Sem er áhyggjuefni, ekki síst vegna þeirrar hættu sem getur stafað af eyðileggingu kjarnorkuvera í Úkraínu. Sem aftur minnir á spá hennar frá 1979 um að Rússland muni stjórna heiminum undir stjórn ,,hættulegs leiðtoga“ og lýsti hún Pútin með óhugnalegri nákvæmni.

Hún tók þó árið, sem þetta myndi gerast, ekki sérstaklega fram

Pútín mun auðvitað reyna að bjarga eigin skinni ef allt fer á versta veg fyrir hann.

Barnaframleiðsla i verksmiðjum

Ein sérkennilegasta spá Baba Vanga fyrir árið 2023 er þó að að stjórnvöld víða um heim muni banna náttúrulegan getnað og þess í stað verði börn ,,framleidd“ í verksmiðjum á vegum ríkisstjórna viðkomandi landa.

Þar sem Baba Vanga skráði ekki spá sínar sjálf er enn rökrætt um hvað það sem skráð vari niður hafi raunverulega komið frá henni eða hvort sumir þeir er skráðu, bættu eigin texta við.

Hafði Baba Vanga í raun hæfileikann til að sjá þúsundir ára fram í tímann?

Við getum huggað okkur við að margar af skelfilegum spám Baba Vanga um fyrri ár hafa ekki ræst auk þess sem Baba var oft óljós í spám sínum sem aftur hefur kallað á ótal útfærslur á spám hennar.

Baba Vanga lést árið 1994, 84 ára að aldri, en eru spár hennar enn grandskoðaður, ekki síst um áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu