Foreldrar hennar greindu frá þessu á Instagram-síðu hennar.
„Með sorg í hjarta tilkynnum við að ljósið í lífi okkar, okkar góðhjartaða, umhyggjusama og fallega dóttir, Megha Thakur, lést skyndilega og óvænt snemma morguns þann 24. nóvember 2022. Megha var sjálfsörugg og sjálfstæð ung kona,“ kemur fram í færslunni.
Ekki hefur verið greint frá dánarorsök.
View this post on Instagram
„Hún elskaði aðdáendur sína og hefði viljað að þið mynduð vita af andláti hennar. Á þessum tíma óskum við eftir blessun ykkar fyrir Megha. Bænir ykkar verða með henni í þessu næsta ferðalagi.“
Megha naut mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, sér í lagi TikTok þar sem hún var með yfir 945 þúsund fylgjendur.
Hún birti síðasta myndbandið nokkrum dögum áður en hún dó. Í því má sjá hana ganga um götur New York borgar.
„Þú ræður þínum örlögum. Ekki gleyma því,“ skrifaði hún með myndbandinu.
@meghamind_ YOU’RE in charge of your destiny. Remember that 💫 #confidence #selflove ♬ original sound – Megha
Megha breiddi út boðskap sjálfsöryggis og að vera sönn sér sjálfri.
Einn fylgjandi hennar sagði: „Orð hennar munu aldrei gleymast […] Hún sýndi okkur öllum hversu frelsandi og fallegt það væri að vera þú sjálf. Ég er mjög sorgmædd að hún sé ekki lengur hér en það sem hún boðaði og öryggið sem geislaði af henni og smitaði fylgjendur hennar, er arfleifð sem mun lifa að eilífu.“