fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

165 þúsund króna kynlífsdúkka til sölu á Bland.is

Fókus
Fimmtudaginn 8. desember 2022 15:28

Skjáskot/Bland.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bland.is hefur lengi verið eitt helsta sölutorg Íslendinga á alnetinu. Þar er hægt að kaupa nánast allt milli himins og jarðar, notaða bíla, raftæki, húsgögn og nú, einnig kynlífsdúkku.

Á dögunum birti karlmaður nokkur auglýsingu á Bland.is fyrir kynlífsdúkku, eða „dúkku fyrir fullorðinn“ eins og maðurinn orðar það í auglýsingunni. Þá segir seljandinn að dúkkan sé glæný í kassanum og þurfa mögulegir kaupendur því ekki að hafa áhyggjur af því að finna eitthvað í dúkkunni sem þeir vilja helst ekki finna. Nema það sé kannski það sem einhver vill en þá er þessi dúkka að minnsta kosti ekki fyrir þá aðila.

Auglýsingin hefur vakið nokkra athygli en hún hefur verið skoðuð rúmlega 8 þúsund sinnum þegar þessi frétt er skrifuð.

Dúkkunni er lýst vel og vandlega í auglýsingunni. Fram kemur að hún er 160 sentímetrar á hæð og 28 kíló að þyngd. Einnig má sjá það sem virðist vera afar óþjált enskt heiti dúkkunnar: „Sex toys silicone sex dolls men’s sex toys metal skeleton sexy big ass big tits men’s real dolls adult xxx sexy.“

Öll mál dúkkunnar koma skýrt fram, allt frá brjóstastærð og í lengdina á lófum hennar og fótum. Einnig kemur fram hver dýptin á kynfærum dúkkunnar er, sem og munni hennar og endaþarmi.

Það er ekki hægt að segja að umrædd dúkka sé ódýr en seljandinn vill fá 165 þúsund krónur fyrir hana. Með kaupunum fylgir svo, að sögn seljanda, 100 prósent trúnaður.

Skjáskot/Bland.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“