Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og kokkurinn Gylfi Þór Valdimarsson hafa sett húsið sitt í Norðurmýrinni á sölu. Smartland greinir frá.
Anna Svava hefur getið sér gott orð sem leikkona um árabil en hún er einnig öflug athafnakona. Hún er ein af þeim sem standa að fyrirtækinu Matseðill.
Hjónin eiga saman ísbúðarkeðjuna Valdísi. Gylfi er menntaður kokkur og starfaði sem slíkur í um tvo áratugi. Saman eiga þau börnin Arnar Orra, sex ára, og Laufeyju, fjögurra ára.
Sjá einnig: Anna Svava um móðurhlutverkið – Ég set þau helst ekki í pössun
Einbýlishús þeirra stendur við Hrefnugötu í Reykjavík. Það er 304 fermetrar að stærð og ásett verð er 224,9 milljónir. Aukaíbúð fylgir eigninni ásamt 56,8 fermetra bílskúr og myndarlegum afgirtum garði með sólpalli og heitum potti.
Arkitektinn Sigurður Guðmundsson teiknaði húsið árið 1939 og var húsið byggt ári seinna.
Hægt er að lesa nánar um eignina hér.