Grínistinn og hraðfréttamaðurinn Benedikt Valsson og unnusta hans, Heiða Björk Ingimarsdóttir, hafa sett íbúðina sína við Framnesveg í Reykjavík á sölu.
Um er að ræða þriggja herbergja íbúð sem er mikið endurnýjuð á frábærum stað í Vesturbænum. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.
Eignin er 90 fermetrar að stærð og ásett verð er 64,9 milljónir.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.