fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Framhjáhaldsskandall skekur morgunsjónvarpið – Ekki bara vinaleg á skjánum

Fókus
Föstudaginn 2. desember 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hafa tvær skærustu sjónvarpsstjörnur ABC verið í hringiðu framhjáhaldsskandals.

T.J. Holmes og Amy Robach hafa stýrt saman þriðja tímanum í vinsæla morgunþættinum Good Morning America um árabil.

Þau hafa bæði verið gift síðan árið 2010. T.J. Holmes, 45 ára, er giftur Marilee Fiebig, 44 ára, og Amy Robach, 49 ára, er gift Andrew Shue, 55 ára.

Samkvæmt Page Six hafa verið miklir erfiðleikar í báðum hjónaböndunum undanfarið.

Breski fjölmiðillinn Daily Mail var fyrstur með fréttina um samband þeirra og birti fjölda paparazzi ljósmynda af parinu, meðal annars þar sem hann klappar henni á rassinn en sú mynd var tekin fyrr í nóvember.

Að sögn miðilsins mættu Holmes og Robach í vinnuna í gærmorgun „án þess að skammast sín fyrir samband sitt.“

Heimildarmaður náinn parinu sagði að fyrsti dagurinn þeirra til baka hafi verið „yndislegur“ og að þau finna fyrir miklum „stuðningi og ást“ frá samstarfsfólki sínu hjá ABC.

„Þau skammast sín ekki. Þetta er fullorðið fólk sem endaði með að elska hvort annað,“ sagði heimildarmaðurinn.

Hann sagði að Holmes og Robach hafa verið góðir vinir í átta ár en rómantíkin bankaði upp á í lok sumars, í ágúst, þegar þau voru bæði að glíma við hjónabandserfiðleika.

Annar heimildarmaður heldur því hins vegar fram að þau hafi verið byrjuð að stinga saman nefjum fyrir þann tíma, í kringum þann tíma sem þau voru að æfa sig yfir hálfmaraþon New York í mars síðastliðnum.

Samkvæmt starfsmanni ABC, sem ræddi nafnlaust við Page Six, hafa Holmes og Robach haft mikið fyrir því að halda sambandinu leyndu.

„Þau eru mjög vinaleg í loftinu en það er viðbúið. En þau fóru mjög varlega á bak við tjöldin til að halda framhjáhaldinu leyndu. Framleiðendur GMA voru í sjokki að komast að sannleikanum,“ sagði starfsmaðurinn.

Holmes og Robach fóru bæði frá mökum sínum í ágúst og eru núna orðin formlega par samkvæmt miðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?