„Guð minn góður! Hvað kom fyrir andlitið á honum,“ segir einn aðdáandi, en margir þeirra hafa lýst yfir áhyggjum af gjörbreyttu útliti hans.
Simon, 63 ára, var að hvetja fólk til að skrá sig fyrir áheyrnarprufur hæfileikaþáttarins. „Ég hef alltaf sagt þetta í þessum þætti, tvær eða þrjár mínútur geta breytt lífi þínu. Og það hefur gerst. Og kannski í þetta skipti, gerist það fyrir þig,“ sagði hann í myndbandinu.
Í apríl á þessu ári sagði Simon að hann væri búinn að segja skilið við fylliefni í andliti og viðurkenndi að hafa „gengið of langt.“
Simon sagði á þeim tíma að átta ára sonur hans, Eric, hefði verið í hláturskasti eftir að hafa séð mynd af föður sínum og fannst fyndið hvað andlit hans hafði breyst mikið. Það var nóg til þess að Britain‘s Got Talent dómarinn ákvað að segja skilið við fylliefni og leita náttúrulegri leiða til að halda ungu og frísklegu útliti.
En ekki er vitað hvort hann hafi snúið sér aftur að fegrunaraðgerðum en margir velta því fyrir sér í athugasemdum við nýja myndbandið af honum.