fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin

Fókus
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 20:06

Christine McVie

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christine McVie, söngvari hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, er látin 79 ára að aldri.

Í tilkynningu frá fjölskyldu tónlistarkonunnar kemur fram að hún hafi andast á spítala í morgun, eftir skammvinn en alvarleg veikindi, umvafin fjölskyldu sinni.

Hljómsveitin Fleetwood Mac var stofnuð í London árið 1967 og seldi yfir 100 milljónir platna á ferli sínum. Þekktustu lög þeirra eru Dreams, Go Your Own Way og Everywhere.

Í yfirlýsingu á Twitter-síðu hljómsveitarinnar segja eftirlifandi meðlimir að engin orð geti lýst sorg þeirra yfir fráfalli McVie. Hún hafi verið einstök og afar hæfileikarík. Söknuður þeirra sé mikill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?