Christine McVie, söngvari hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, er látin 79 ára að aldri.
Í tilkynningu frá fjölskyldu tónlistarkonunnar kemur fram að hún hafi andast á spítala í morgun, eftir skammvinn en alvarleg veikindi, umvafin fjölskyldu sinni.
Hljómsveitin Fleetwood Mac var stofnuð í London árið 1967 og seldi yfir 100 milljónir platna á ferli sínum. Þekktustu lög þeirra eru Dreams, Go Your Own Way og Everywhere.
Í yfirlýsingu á Twitter-síðu hljómsveitarinnar segja eftirlifandi meðlimir að engin orð geti lýst sorg þeirra yfir fráfalli McVie. Hún hafi verið einstök og afar hæfileikarík. Söknuður þeirra sé mikill.
— Fleetwood Mac (@fleetwoodmac) November 30, 2022