fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Myndband af því þegar Rebekka „eyðilagði jólin“ fer á flug – „Veljið jólagjafirnar vel!“ segir Tobba

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 20:30

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Góða fólk veljið jólagjafirnar vel! Hugsið til þreyttra foreldra!!“ segir safadrottningin og athafnakonan Tobba Marinósdóttir í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefni færslunnar er myndband sem Rebekka Rut, systir Tobbu, birti á samfélagsmiðlinum TikTok.

Í myndbandinu sýnir Rebekka afleiðingar þess þegar hún gaf systurdóttur sinni svokallaðan karaoke hljóðnema í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Hljóðneminn sló vægast sagt í gegn hjá dóttur Tobbu en heldur minna hjá hinum gestunum í jólaboðinu.

„Þegar ég eyðilagði jólin með því að gefa litlu frænku minni hljóðnema,“ skrifar Rebekka í myndbandinu og sýnir svo viðbrögð fjölskyldunnar við því þegar gjöfin var tekin í notkun í jólaboðinu. Þar má sjá Tobbu bregða fyrir en hún virðist í þessu augnabliki ekki alveg vera yfir sig hamingjusöm með gjöfina sem dóttir hennar fékk.

Myndbandið hefur vakið gífurlega athygli á TikTok en þegar þetta er skrifað er það komið með tæplega 5 milljón áhorf og þúsundir athugasemda.

„Enginn tók hljóðnemann af henni, sem segir mér að þið eruð fjölskylda sem er tilbúin að kveljast fyrir ástina,“ segir til að mynda einn netverji og Rebekka svarar því: „Já, hún er drottningin í heimilislífinu okkar og við erum öll heltekin af henni.“

Þá hafa einhverjir netverjar velt því fyrir sér hvers vegna dóttir Tobbu sé að syngja „Don Corleone“ í hljóðnemann. Tobba áréttar þetta þó í færslunni og segir að svo sé ekki. „Dóttir okkar er ekki að syngja Don Corleone né tilheyrum við mafíunni þó Karl Sigurðsson dýrka Sópranos,“ segir hún.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

@cleftiequeen That time I self sabotaged christmas #fyp #christmas #sassy ♬ original sound – Rebekka Rut

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram