fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Nýjasta nektarmynd Britney umdeild – „Þetta á eftir að enda sem enn annar Hollywood harmleikurinn“

Fókus
Mánudaginn 28. nóvember 2022 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Britney Spears er ófeimin við að birta nektarmyndir af sér á samfélagsmiðlum og birti tvær nýjar í gærkvöldi. Myndirnar hafa vakið mikla athygli og eru mjög umdeildar. Margir hafa áhyggjur af stjörnunni og telja að hegðun hennar bendi til þess að það sé ekki allt með felldu.

Á nýjustu myndunum er hún nakin í baðkari og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.

„Ég elska að sökka!! Aldrei faglegar myndir, það er auðvelt fyrir mig að sökka! Haltu áfram að klappa, tík!“ skrifaði hún með myndunum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Channel 8 (@britneyspears)

Sjá einnig: Ný nektarmynd Britney Spears veldur aðdáendum áhyggjum

Það er óhætt að segja að í hvert skipti sem Britney birti nektarmyndir fá þær mikla athygli. Síðan hún birti myndirnar fyrir fjórtán klukkutímum hafa þær fengið yfir milljón „likes“ og 38 þúsund athugasemdir.

En myndirnar hafa einnig valdið aðdáendum áhyggjum og verið mjög umdeildar. Netverjar hafa haft nóg um málið að segja, eins og 38 þúsund athugasemdirnar gefa til kynna. Sumir vilja meina að svona sé Britney bara og fólk verður að leyfa henni að vera hún sjálf. Aðrir segja að hegðun hennar á Instagram bendi til þess að hún gangi ekki alveg heil til skógar og þurfi aðstoð.

„Ef eitthvað gerist fyrir hana verður sorglegt að vita til þess að það eina sem aðdáendur hennar gerðu var að styðja þessa furðulegu hegðun. Hún er gjörsamlega búin að missa það, svo sorglegt,“ sagði einn netverji.

„Ég er farin að halda að Britney elskar athyglina, sama hvort hún sé góð eða slæm. Hún hefur alltaf fengið hrós fyrir það, að skemmta almenning hvort sem hún sé að vera óþekk eða góð. Hins vegar virka þessar rugluðu myndir og textar eins og mjög opinbert taugaáfall. Hvort sem það er þá er þetta ekki heilbrigt. Við skulum vera til staðar fyrir hana,“ sagði annar.

„Þetta er 100 prósent hún að birta myndirnar en sum ykkar eruð ekki tilbúin til að eiga það samtal. Þið hélduð að hún myndi verða öðruvísi þegar hún losnaði undan forræði föður síns en svona er hún. Ég veit ekki hverju þið áttuð von á,“ sagði ein kona.

„Hver sem styður þessa hegðun ætti að skammast sín. Það er eitthvað virkilega að hérna. Þetta er mjög sorglegt og þetta á eftir að enda sem enn annar Hollywood harmleikurinn,“ sagði önnur.

Sjá einnig: Nýjar nektarmyndir Britney Spears valda usla – „Hver er að taka þessar myndir?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram