Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri flugfélagsins Play, og Snorri Másson, fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, eiga von á barni saman. Frá þessu greina þau í sameiginlegri færslu á Facebook.
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá fjölmiðlaparinu en þau hófu að stinga saman nefjum í byrjun árs. Þetta verður fyrsta barn Snorra en fyrir á Nadine eitt barn af fyrra sambandi.
Fókus óskar parinu til hamingju með barnalánið!