fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fókus

„Þess vegna horfði tannlæknirinn minn svona á mig“

Fókus
Föstudaginn 25. nóvember 2022 19:00

Mynd/PIxabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Gina birti myndband á samfélagsmiðlinum TikTok sem hefur vakið töluverða athygli. Í myndbandinu ræðir hún við tannlækninn sinn um orðróm sem hún hafði heyrt, að tannlæknar geti séð hvort fólkið sem er í skoðun hafi stundað munnmök fyrir tímann. „Ég sá á TikTok að tannlæknar geta séð ef þú ert nýbúin að stunda munnmök, er það satt?“ spyr Gina í myndbandinu sem Daily Star fjallar um.

Tannlæknirinn svarar og segir að það sé svo sannarlega rétt. „Jebb, það er satt,“ segir hann og útskýrir svo nánar hvernig hægt er að sjá það. „Þú getur séð mar á tannholdinu og í gómnum, það er svona ákveðið mynstur af mari… við getum séð það.“

Þá segir tannlæknirinn að á sumum dögum sé þetta sérstaklega augljóst. „Daginn eftir Valentínusardaginn sjáum við mun oftar mar í gómnum. Skemmtileg staðreynd!“

Netverjar voru hissa og sumir jafnvel óttaslegnir yfir þessum upplýsingum. „Pabbi minn er tannlæknirinn minn,“ segir til að mynda einn netverji og bætir við grátandi tjákni. „Þess vegna horfði tannlæknirinn minn svona á mig,“ segir svo annar netverji. „Ég sem skammaðist mín því hann vissi að ég væri að ljúga um að ég noti tannþráð,“ segir enn annar netverji.

Einn netverji virðist þá hafa uppgötvað hvers vegna álit móður hans breyttist á honum. „Mamma mín er tannfræðingur og fyrrverandi kærastan mín fór til hennar til að láta hreinsa tennurnar sínar. Mamma mín horfði aldrei eins á mig eftir það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta verkefni Stefáns Þórs í Japan var að taka á móti gestum Gucci – „Ég var farinn að þylja upp stafrófið afturábak til að drepa tímann“

Fyrsta verkefni Stefáns Þórs í Japan var að taka á móti gestum Gucci – „Ég var farinn að þylja upp stafrófið afturábak til að drepa tímann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Eins og blaut tuska í andlitið að vera ekki ódauðleg“

„Eins og blaut tuska í andlitið að vera ekki ódauðleg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þegar Avril Lavigne tjáði sig um lífsseigu samsæriskenninguna

Þegar Avril Lavigne tjáði sig um lífsseigu samsæriskenninguna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rúrik vann aftur og gaf verðlaunaféð til góðgerðarmála

Rúrik vann aftur og gaf verðlaunaféð til góðgerðarmála
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hreinskilið innlit á heimili Juliu Fox kemur aðdáendum á óvart

Hreinskilið innlit á heimili Juliu Fox kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Laugaás með hjartað á réttum stað – Afhenti Neistanum tæpar 5 milljónir

Laugaás með hjartað á réttum stað – Afhenti Neistanum tæpar 5 milljónir