fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Kærði eiganda Mandi eftir þriggja mánaða martröð – Hrópaði eftir hjálp starfsmanna en enginn kom henni til bjargar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 25. nóvember 2022 10:57

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kefsan Fatehi hefur kært Hlal Jarah, eiganda vinsæla sýrlenska veitingastaðarins Mandi, fyrir líkamsárás þann 26. desember árið 2020. Kefsan er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Fjallað er um málið á vef Stundarinnar.

Líkamsárásin náðist á upptöku en þar má sjá Hlal ráðast á Kefsan, slá hana í höfuðið og sparka í hana. Málið var þingfest í september síðastliðnum og er nú beðið eftir ákvörðun dómara um hvenær aðalmeðferð getur hafist.

Kefsan Fatehi er íranskur meistaranemi við Háskóla Íslands. Hún bjó fyrir ofan Mandi á Veltusundi í miðbæ Reykjavíkur um þriggja mánaða tímabil. Yfir þann tíma segir hún Hlal hafa beitt sig kynferðislegri áreitni, ógnað henni og hótað henni lífláti. Hún segir hann meðal annars hafa sýnt sér myndir af skotvopnum og sagst þekkja lögreglumenn og þingmenn.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Stundin greinir frá því að ungur sýrlenskur maður staðfesti frásögn Kefsan, en af ótta við Hlal vill hann ekki koma fram undir nafni. Hann treystir sér ekki heldur tli að bera vitni í málinu.

Varð reiður því hún svaraði fyrir sig

Kefsan lýsir líkamsárásinni í þættinum. Hún var að bera eigur sínar úr húsnæðinu á Veltusundi þegar Hlal mætti. „Þá kom hann nær og hrækti á mig og kallaði mig tík,“ segir hún og bætir við að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hann ógnaði henni og kallaði hana því orði. Hún svaraði honum í sömu mynt. „Ég svaraði: „Þú ert sjálfur tíkarsonur.““

Þau skiptust á nokkrum orðum og segir Kefsan að Hlal hafi orðið reiður yfir því að hún hafi svarað honum og hann hafi þá ráðist á hana.

„Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað. Síðan henti hann mér út á götu,“ segir hún og bætir við að hún hafi hrópað eftir hjálp starfsmanna Mandi en enginn komið henni til bjargar.

Þegar lögregluna bar að garði voru það sömu lögregluþjónar og höfðu komið tíu dögum áður þegar Hlal hafði hótað að drepa hana.

„Þegar þau sáu mig sögðu þau bara: „Fyrirgefðu, ég man eftir þér,““ segir hún.

Kefsan leitaði á bráðamóttöku eftir líkamsárásina og var hún með mikla áverka um allan líkamann. Hún tognaði á kjálkalið, öxl og hálshrygg. Einnig í fingri og ökkla. Hún var einnig marin á andliti, kvið, fótlegg og á brjóstkassa.

Það er hægt að horfa á þáttinn á vef Stundarinnar og lesa ítarlega grein um málið á Stundinni þar sem er farið yfir lögregluskýrsluna og þriggja mánaða martraðadvöl hennar á Hótel Mandi.

Í myndbandinu hér að neðan lýsir hún árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð