fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Lesbísku vampíruréttarhöldin“ í Ástralíu – „Hann er of sterkur. Ég þarf hjálp“

Fókus
Laugardaginn 8. október 2022 21:58

Tracey Wiggington á áttunda áratugnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward Baldock fannst myrtur í borginni Brisbane í Ástralíu í október 1989. Rannsókn á morðinu leiddi í ljós hræðilega sögu af vampírisma.

Það var að morgni laugardagsins 21. október 1989 sem ræðarar við grunnskólann í Brisbane voru við æfingar á Brisbane ánni. Klukkan var rúmlega sex að morgni þegar þeir tóku eftir einhverju einkennilegu við árbakkann hjá úthverfinu Hill End. Þegar þeir komu nær sá þeir sér til hryllings að þetta var lík manns sem var nakið utan þess að vera klætt sokkum.

Edward Baldock var 47 ára þegar hann var myrtur.

Stunginn fjórtán sinnum

Þegar líkið var krufið kom í ljós að maðurinn hafði verið stunginn fjórtán sinnum í bak, bringu og síðu. Hann hafði einnig verið skorinn á háls svo svívirðilega að höfuðið var nánast skorið af.

Síðan kom í ljós að líkið var af 47 ára bæjarstarfsmanni, Edward Baldock.

Þeir sem rannsökuðu morðið reyndu að búa til tímalínu. Þeir komust að því að Baldock hafi yfirgefið heimili sitt í úthverfinu West End um klukkan sjö á föstudagskvöld. Þaðan hafi hann tekið leigubíl á Caledonian klúbbinn þar sem hann varði kvöldinu við drykkju með vinum. Hann yfirgaf klúbbinn klukkan ellefu en ekki var vitað hvað átti sér stað eftir það og þar til líkið fannst við árbakkann.

Tvö lesbísk pör

Rétt hjá líkinu, á bakkanum, fundust skór. Inni í öðrum skónum var greiðslukort í eigu hinnar 24 ára Tracey Wiggington. Hún var þegar í stað handtekin og lögreglunni til mikillar furðu neitaði hún engu heldur játaði fúslega að hafa myrt Baldock í slagtogi við kærustuna sína, hina 25 ára gömlu Lisa Ptaschinski, ásamt vinapari þeirra, þeim Tracey Waugh og Kim Jervis sem báðar voru 24 ára.

Á sama tíma og Wiggington játaði í yfirheyrslu fóru bæði Waugh og Jervis til lögreglunnar og sögðu að Wiggington bæri ein ábyrgð á morðinu.

Skórnir með greiðslukortinu sem kom lögreglunni á sporið.

Fyrst kampavín, svo blóð

Wiggington sagðist vera vampíra sem nærðist á blóði mannfólks. Kvöldið sem morðið var framið hafi þær fjórar drukkið saman kampavín á næturklúbbi áður en þær fóru saman að finna manneskju sem Wiggington gæti drukkið blóðið úr.

Eftir að Baldock hafði yfirgefið Caledonian klúbbinn tóku konurnar eftir honum þar sem hann beið einn eftir leigubíl og var sýnilega ölvaður. Konurnar nálguðust hann en deilt er um hvort þær hafi tælt hann með sér upp í leigubíl með loforði um kynlíf eða hvort þær einfaldlega buðu honum að koma með sér í bíl.

Þau fóru öll áleiðis með leigubílnum að yfirgefnum snekkjuklúbbi. Wittington og Baldcok  fóru út úr bílnum og gengu saman að klúbbnum en hinar konurnar biðu þar sem bíllinn hafði stoppað til að hleypa þeim út. Stuttu seinna kom Wiggington aftur og sagði: „Hann er of sterkur. Ég þarf hjálp.“

Reykti sígarettu meðan hann dó

Bæði Wiggington og Ptaschinski voru vopnaðar hníf, þannig að Ptaschinski og Jervis fóru samferða Wiggington aftur til Baldock. Þegar þarna var komið við sögu sat hann nakinn við árbakkann. Ptaschinski og Jervis héldu honum síðan niðri á meðan Wittington stakk hann endurtekið með hníf.

Við yfirheyrslu hjá lögreglu sagði Wiggington: „Ég gekk í kring um hann. Tók hníf úr rassvasanum. Ég sagði ekkert á meðan ég stakk hann. Ég stakk hann í hálsinn öðru megin, greip í hárið á honum, hélt höfðinu aftur og stakk hann í hálsinn að framan. Þarna var hann enn lifandi. Ég stakk hann síðan í hálsinn að aftan og skar á taugarnar. Ég sat síðan og horfði á hann deyja.“

Á meðan Baldock blæddi til dauða horfði Wiggington róleg á og reykti sígarettu. Þegar hann var dáinn drakk Wiggington blóðið sem lak úr hálsinum. Jervis sagði að Wiggington hafi litið út „eins og manneskja sem var að fara að gæða sér á þriggja rétta kvöldverði“.

Orleigh garðurinn þar sem morðið átti sér stað.

Forðaðist spegla og sagðist geta orðið ósýnileg

Eftir að konurnar þrjár voru handteknar voru þær allar vistaðar í sér klefa og yfirheyrðar ein í einu. Þær voru allar sammála um að Wiggington hefði verið leiðtoginn og lýstu þær henni sem „vampíru“ sem lifði á blóði mannfólks. Þær sögðu að hún hafi haldið því fram að hún gæti orðið ósýnileg, nema augun hennar sæjust alltaf. Þær sögðu líka að hún forðaðist spegla og væri þess megnug að setja þær í álög. Konurnar þrjár sögðu að Wiggington héldi því fram að hún gæti ekki borðað mat í föstu formi heldur lifði hún á blóði.

Drakk blóð úr kærustunni

Ptaschinski ljóstraði því upp að fyrir morðið hafi Wiggington drukkið blóð úr sér sem lak úr skurðum á handleggjum. Þetta hafi síðan þróast út í að Ptaschinski hafi notað æðaklemmu til að safna blóði í æðarnar þannig að það væri auðveldara fyrir Wiggington að drekka blóðið. Ptaschinski sagði: „Hún hafði meira vald yfir mér en nokkur annar hefur haft. Hún bjó yfir einhverjum innri krafti.“

Lisa Ptaschinski

Waugh sagðist hafa vitað af blóðdrykkjunni en sagði að Ptaschinski væri „veiklunduð“ og „gæti ekki gefið meira blóð.“

Wiggington og Ptaschinski höfðu ekki þekkst nema í viku, og nánast um leið og þær hittust hafi Wiggington byrjað að skipuleggja morð. Hún hafi sagt að það þyrfti að drepa manneskju til að hún fengið nóg blóð.

Drakk líka svína- og geitablóð

Eftir að Wiggington var handtekin spurði rannsóknarlögreglumaðurinn Danny Murdoch hvort hún hefði gert eitthvað þessu líkt áður. Hún svaraði: „Bara þegar ég var yngri. Þá fórnaði ég geitum.“

Hinar konurnar þrjár höfðu aldrei séð Wiggington borða mat, þrátt fyrir að hún væri yfir 180 cm á hæð og yfir 100 kíló. Hún hafi sagt þeim að hún drykki blóð úr svínum og geitum sem hún hafi fengið hjá slátrurum. Þar að auki töldu konurnar þrjár að Wiggington væri vampíra og jafnvel „eiginkona Djöfulsins.“

Misnotuð kynferðislega af afa sínum

Wiggington játaði á sig morðið og fékk lífstíðardóm í fangelsi. Skoðun á bakgrunni hennar leiddi í ljós að hún fæddist inn í efnaða fjölskyldu. Hún hélt þvi fram að afi sinn hefði misnotað hana kynferðislega þegar hún var á aldrinum átta til ellefu ára. Hún var rekin úr gagnfræðaskóla fyrir að ráðast á samnemendur. Þegar hún varð fullorðin erfði hún andvirði 5 milljóna íslenskra króna frá afa sínum og ömmu, og starfaði hún sem útkastari á næturklúbbi fyrir hinsegin fólk.

Tracy Wiggington sem lítil stúlka.

Réttarhöldin yfir hinum þremur konunum hófst í febrúar 1991 og var kallað „Lesbísku vampíruréttarhöldin“ í fjölmiðlum. Saksóknarinn sagði Wiggington hafa elt hinn myrta áður en hún drakk úr honum blóðið. Saksóknarinn líkti henni við hákarl sem náði sér í góða bráð. Wiggington hafi sannarlega verið leiðtoginn en hinar þrjár ættu sömuleiðis að fá sinn dóm því þær hafi hjálpað til, bæði við morðið en einnig við leit að manneskju til að drepa.

Wiggington bar ekki vitni en tveir geðlæknar sem höfðu hitt hana komu fyrir dóminn og sögðu að hún væri með margfaldan persónuleika, einnig kallað hugrof, og hefði hún sýnt þeim fjóra ólíka persónuleika.

Waugh var sýknuð í málinu, Jervis dæmd í 18 ára fangelsi fyrir manndráp og Ptaschinski fékk lífstíðardóm fyrir morð.

Tracy Wiggington eftir að hún losnaði út.

Wiggington sóttu reglulega um reynslulausn og losnaði hún út árið 2012 en verður á skilorði út ævina. Hún hafði þá afplánað 25 ár í fangelsi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum