Sýningar hefjast næsta föstudag, 7. október í Smárabíó. Svartur á leik sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd árið 2012 og er ein vinsælasta og tekjuhæsta kvikmynd Íslandssögunnar en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána.
Aðstandendur myndarinnar og allir helstu leikarar verða viðstaddir sérstaka afmælissýningu annað kvöld – miðvikudaginn 5.október – í Smárabíói kl.19:30.
Myndin fjallar um Stebba Psycho, sem á yfir höfði sér ákæru vegna slagsmála, þegar hann rekst á Tóta, æskuvin sinn frá Ólafsvík, sem býður honum aðstoð gegn því að hann komi að vinna fyrir sig. Gegnum Tóta flækist Stebbi inn í ofbeldisfullan heim eiturlyfja og glæpa.