fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Furðureglur bresku konungsfjölskyldunnar – Konungbornar konur verða að sitja í ákveðinni stellingu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 4. október 2022 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kóngafólk hefur verið mikið í fréttum undanfarin misseri, sérstaklega það breska, og allir miðlar fullir af ljósmyndum af meðlimum fjölskyldunnar.

Sé litið á myndir af kvenkyns meðlimum fjölskyldunnar sitjandi má sjá að á hverri einustu ljósmynd sitja dömurnar í svo að segja nákvæmlega sömu stellingu. Það er með bakið þráðbeint og fætur saman og hallast þeir lítillega á hlið.

Díana prinsessa hallaði með glæsibrag.

Þessi stelling er kölluðu ,,The Duchess Slant” sem í grófri þýðingu má kalla ,,Halla hertogynjunnar.” Fágætt er að finna myndir af konum konungsfjölskyldunnar með krossaða fætur, sem er stelling eins og við hin, sem ekki skörtum bláu blóði, grípum oftar en ekki til.

Yngri meðlimir fjölskyldunnar brjóta boðorðið einstaka sinnum en aldrei nokkurn tíma við opinberar athafnir

Reyndar er prinsessum og hertogaynjunum harðbannað að sitja með krossaða fætur, í það minnsta á almannafæri.

Kate er einnig með hallann á hreinu.

Þessi regla hefur gengið mann fram af manni (eða konu fram af konu) í margar kynslóðir. Talið er að krossaðir fætur sé of ,,almúgaleg” stelling og allt að því klúr. Um mun fágaðri stellingu fyrir dömur sé að ræða, sérstaklega þega þær klæðast kjólum eða pilsum, eins og kvenkyns meðlimir konungsfjölskyldunnar gera yfirleitt.

Konum sem giftast inn í fjölskylduna er meira að segja kennt að setjast á réttan hátt svo að hallinn góði myndist á sem eðlilegastan hátt.

Elísabet sáluga drottning sat á réttan hátt alla sína ævi en fáir þykja hafa náð jafn glæsilegum halla og krónprinsessan verðandi, Kate Middleton.

WIDNESS, ENGLAND - JUNE 14: Meghan, Duchess of Sussex opens the new Mersey Gateway Bridge on June 14, 2018 in Widness, England. (Photo by Samir Hussein/Samir Hussein/WireImage)
Meghan er smá villingur þegar kemur að setunni.

Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, kom, eins og frægt er orðið, með nýjar hugmyndir inn í konungsfjölskylduna og meðal þess er það sem kallað er ,,Sussex hallinn.” Breytingin er byltingarkennd og felst í því að setja annan ökklann yfir hinn.

Um er að ræða einhverja róttækustu breytingu á setu til áratuga innan breska konungsdæmisins. Ef ekki árhundruða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?