fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Mary brann eins og kerti eftir sjálfsprottin bruna – Ekkert var eftir nema hluti fótar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 2. október 2022 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessari ljósmynd má sjá það eina sem eftir var af hinn 67 ára gömlu Mary Reeser þegar að lögreglumenn voru kallaðar að heimili hennar í Flórída í júlí 1951. Aðeins var að finna hluta af vinstri fæti svo og hauskúpu hennar. Allt annað var aska ein. 

Leigusali Mary hafði hringt á lögreglu eftir að mikill hiti barst frá íbúðinni. Lögregla átti bágt með að skilja hvað gengið hefði á auk þess sem hvergi var að sjá hugsanleg eldsupptök. Ekkert í kringum Mary var brunnið nema stóllinn sem hún hafði setið á. Alríkislögreglan, FBI, var því kölluð á svæðið 

Var komist að þeirri niðurstöðu að Mary Reeser hefði látist af völdum sjálfssprottins bruna en það er þegar að eldsupptök eru í sjálfum líkamanum. Aðeins er vitað til um 200 slíkra tilfella síðustu 300 árin. Í næstum öllum tilfellum eru fórnarlömbin öldruð og/eða slæm til heilsunnar svo og í yfirþyngd, flestallt konur. 

Allt ofangreint átti við um Mary Reeser. En það sem flestum kom á óvart var hversu lítið var eftir af líkinu og því ljóst að hiti bálsins hafði verið gríðarlegur. 

Svo virðist sem Mary hafi setið sofandi í stól sínum þegar að kviknaði í henni enda fundust svefntöflur við hlið hennar. FBI komst að þeirri niðurstöðu að líkamsfita Mary hefði fóðrað eldinn. Hafði Mary hreinlega brunnið eins og kerti og líkamsfitan haft sömu áhrif og kertavax. Því hefði hinn gríðarlegi hiti náð að myndast. 

Þrátt fyrir að hljóma með ólíkindum má finna heimildir um sjálfsprottna bruna hundruðir ára aftur í tímann en fyrirbærið hefur ekki verið kannað að ráði. Stundum virðist bara kvikna í fólki og enginn veit almennilega af hverju. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta