fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fókus

Tónlistarkonan GDRN á von á barni

Fókus
Föstudaginn 28. janúar 2022 13:21

GDRN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, á von á barni. Hún tilkynnti tíðindin með skemmtilegum hætti á Instagram-síðu sinni rétt í þessu. Þar birtir tónlistarkonan sjálfu af sér sitjandi upp í rúmi í síðri peysu en hvetur svo fylgjendur sína til þess að fletta á næstu mynd. Á henni hefur hún lyft peysunni svo upp þannig að lítil óléttukúla blasir við.

Að öðru leyti greinir tónlistarkonan ekki frá því hversu langt hún er komin á leið en þetta er fyrsta barn hennar.

GDRN hefur átt mikilli velgengni að fagna í tónlistinni undanfarin ár og er sannarlega í hópi vinsælustu tónlistarmanna þjóðarinnar. Til marks um það stendur nú yfir kosning til Hlustendaverðlaunanna 2022 og þar er hún tilnefnd sem söngkona ársins og poppflytjandi ársins auk þess sem lag hennar og Jóns Jónssonar, Ef ástin er hrein, er tilnefnt sem lag ársins.

Þá hefur hún einnig gert það gott á hvíta tjaldinu undanfarið en hún var í burðarhlutverki sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu úr smiðju Baltasars Kormáks sem frumsýnd var á Netflix á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni
Fókus
Í gær

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði