fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Tölvugerð mynd af Díönu prinsessu vekur reiði

Fókus
Þriðjudaginn 27. september 2022 21:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verk sem listamaðurinn Alper Yesiltas gerði með því að notast við gervigreind hafa vakið töluverða athygli. Í verkunum reynir Alper að sýna hvernig frægt fólk sem lést fyrir aldur fram myndi líta út ef það væri ennþá á lífi í dag.

Á undanförnum vikum hefur Alper birt myndir af verkunum á Instagram-síðu sinni og hafa flestar þeirra fengið afar jákvæð viðbrögð. Hann birti til dæmis mynd af því hvernig leikarinn Heath Ledger gæti litið út í dag, sem og myndir af tónlistarmanninum Freddie Mercury og tónlistarkonunni Amy Winehouse.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alper Yesiltas (@alperyesiltas)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alper Yesiltas (@alperyesiltas)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alper Yesiltas (@alperyesiltas)

Flestar myndanna hafa fengið afar jákvæð viðbrögð og hafa fylgjendur listamannsins hrósað honum í hástert í athugasemdakerfunum við myndirnar. Kona nokkur segir til að mynda að myndin af Heath Ledger hafi haft gríðarleg tilfinningaleg áhrif á sig. „Hún lætur mig stoppa og hugsa um það hvernig mitt nánasta fólk myndi líta út í dag.“

Það er þó ein mynd sem Alper gerði sem hefur ekki fengið jafn góð viðbrögð. Mynd sem hann gerði af Díönu prinsessu vakti nefnilega töluverða reiði meðal aðdáenda hennar. Í athugasemdunum lýsa aðdáendur prinessunnar því yfir að hún myndi aldrei „líta svona illa út“ ef hún væri á lífi í dag.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alper Yesiltas (@alperyesiltas)

Díana væri 61 árs gömul í dag ef hún hefði ekki dáið í bílslysinu árið 1997 en í athugasemdunum við myndina er sagt að hún virðist vera á áttræðisaldri á henni.

„Þetta er móðgun við minninguna um Díönu. Hún væri 61 árs gömul. Hún var einstaklega falleg kona í alla staði og hún hefði hugsað vel um sig. Þú lætur hana líta út fyrir að hafa setið í sólinni að reykja sígarettur í hjólhýsagarði í Mississippi síðastliðin 25 ár,“ segir til að mynda einn netverji.

Þá segir annar netverji að Alper ætti ekki að gera svona mynd af Díönu, útlitið hennar eigi að lifa í minningunni um eilífð. „Jafnvel á þessari mynd er hún samt algjörlega sætari en Kamilla,“ segir netverjinn svo og á þar við um núverandi eiginkonu Karls Bretakonungs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“