Tónlistarkonan Greta Salóme er ólétt. Hún greinir frá þessum gleðitíðindum á Instagram þar sem hún segir að nú geti hún loksins uppljóstrað leyndarmálinu og sé frumsýningar að vænta eftir 10 vikur.
Með færslunni deilir hún fallegum bumbumyndum, en hún á von á jólabarni.
Greta er í sambúð með Elvari Þór Karlssyni.
Fókus óskar Gretu innilega til hamingju.
View this post on Instagram