fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Zac Efron rýfur þögnina um bótox-orðróminn og myndina sem fór í dreifingu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. september 2022 15:30

Zac Efron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir af leikaranum Zac Efron vöktu talsvert umtal í fyrra og fóru eins og eldur í sinu um netheima.

Fólk taldi hann hafa gengist undir fegrunaraðgerðir vegna breytts útlits stjörnunnar.

Leikarinn kom við sögu í Earth Day! The Musical í apríl 2021, sem var verkefni frá Bill Nye og Justin Bieber til að vekja athygli á hlýnun jarðar.

Zac Efron í apríl 2021.

Þrátt fyrir stutt innslag vakti Zac mikla athygli og skjáskot úr þættinum fóru á dreifingu um samfélagsmiðla. Netverjar voru handvissir um að hann hefði látið sprauta bótoxi og fylliefni í andlit sitt, sérstaklega kjálkann.

Zac tjáði sig aldrei um málið á sínum tíma en rýfur nú þögnina rúmlega ári seinna. Í viðtali við Men‘s Health segir leikarinn að ástæðan fyrir breyttu útliti sínu í þættinum sé slys sem hann lenti í.

Hann var að hlaupa um heima hjá sér á sokkaleistunum og rann til svo hann skall með hökuna á graníthorn og missti meðvitund.

Hann segir að þegar hann vaknaði þá muni hann eftir því hvernig hökubeinið „hékk af andliti“ hans.

Í kjölfarið fóru aðrir andlitsvöðvar í fulla yfirvinnu á meðan þeir meiddu voru að jafna sig og þess vegna átti þessi útlitsbreyting sér stað. Síðan þá hefur hann verið í meðhöndlun hjá sérfræðingi og sjúkraþjálfara.

„Tyggjandi vöðvarnir (e. masseters) stækkuðu bara. Þeir urðu bara mjög, mjög stórir,“ segir hann.

Leikarinn varð ekki var við umtalið á samfélagsmiðlum – þar sem hann heldur sig frá þeim – fyrr en móðir hans hringdi í hann og spurði hvort hann hefði gengist undir fegrunaraðgerð.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á vef Men’s Health.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King