Kattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson birti fallegt myndband af bónorði sínu til unnustu sinnar, Fanneyju Söndru Albertsdóttur, á Instagram-síðu sinni í gær. Garðar valdi einstaklega rómantískan stað til þess að bera fram spurninguna en það var fyrir framan Eiffel-turninn í París, borg ástarinnar.
Bónorði Garðars var vel tekið enda greinir hann frá því að Fanney Sandra hafi játast honum.
Garðar og Fanney, sem er flugfreyja, förðunarfræðingur og einkaþjálfari eiga saman eitt barn en fyrir átti Garðar fjögur börn úr fyrri sambanböndum.
Morgunblaðið greindi frá því í fyrra að slitnaði hefði upp úr sambandi þeirra um tíma en blessunarlega náði parið aftur saman og nú er brúðkaup framundan.
View this post on Instagram