Þær kalla sig LXS og hópurinn samanstendur af vinsælustu áhrifavöldum landsins, Sunnevu Einarsdóttur, Birgittu Lífar Björnsdóttur, Ástrós Traustadóttur, Magneu Björg Jónsdóttur, Ínu Maríu Norðfjörð og Kristínu Pétursdóttur.
Allar eru á leið til Lundúna, nema Kristín sem er stödd í Chicago í Bandaríkjunum.
Vinkonurnar lögðu af stað í leiðangur eldsnemma í morgun og verða alveg örugglega duglegar að leyfa fólki að fylgjast með helgarfjörinu á samfélagsmiðlum. Athygli vekur hversu skipulögð ferðin er en vinkonurnar birtu skjáskot af þaulhugsaðri ferðaáætlun hópsins.