Leikkonan Demi Moore birti gamla mynd af sér og fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis.
Nýlega var greint frá því að ástsæli leikarinn ætlaði að stíga til hliðar og hætta að leika eftir að hafa verið greindur með málstol, sem veldur erfiðleikum í tali.
Eiginkona Bruce, Emma Heming Willis, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í lok mars.
Vinir og vandamenn standa þétt við bak hans á þessum erfiðu tímum. Demi Moore var gift leikaranum frá 1987 til 2000. Hún birti mynd af þeim frá forsýningu kvikmyndar hans „The Fifth Element“ árið 1997.
„Allar tilfinningarnar. Fallegt,“ skrifaði Emma við myndina.
View this post on Instagram
„Eftir mikla umhugsun hefur Bruce ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum, sem skiptir hann svo miklu,“ sagði Emma í mars.
Ferill Bruce Willis spannar yfir tæp 45 ár og hefur hann hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sin.
View this post on Instagram