fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Fókus

Segist enn fá „ógeðsleg“ viðbrögð frá karlmönnum við ákveðnu atriði í Mean Girls

Fókus
Miðvikudaginn 11. maí 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Amanda Seyfried segir að viðbrögð karlmanna við einu atriði hennar í kvikmyndinni Mean Girls kölluðu fram ónotatilfinningu, og gera það enn átján árum seinna.

Amanda hefur verið að leika síðan hún var táningur og sló í gegn í myndinni Mean Girls árið 2004, þegar hún var átján ára. Síðan þá hefur hún leikið í vinsælum kvikmyndum á borð við Les Misérables, Dear John og Mamma Mia!. Hún fer með hlutverk Elizabeth Holmes í Hulu-þáttunum The Dropout sem komu út á streymisveitunni í mars 2022.

Í Mean Girls fór hún með hlutverk ljóskunnar Karen Smith, og í einu frægu atriði spáir hún fyrir veðrinu með því að taka utan um brjóst sín.

Í viðtali við Marie Claire útskýrði hún af hverju viðbrögð karlmanna við atriðinu hefðu látið henni líða óþægilega.

Hún sagði að enn í dag, átján árum seinna, koma karlmenn upp að henni og spyrja hvort það sé rigning, vitandi að þeir séu að hugsa um hana að snerta brjóst sín.

„Mér fannst það alltaf mjög ógeðfellt, ég var átján ára, þetta var bara ógeðslegt,“ sagði hún.

„Það hlýtur að fokking sökka að vera fræg þegar þú ert ung. Þér hlýtur að líða eins og þú sért ekki örugg þarna úti.“

„Ég sé unga leikara sem halda að þeir séu með gott öryggisnet. Þeir halda að þeir þurfi að vera með aðstoðarmann og finnst eins og heimurinn hefur breyst. Þetta getur verið mjög stressandi, ég hef séð þetta gerast fyrir jafningja mína.“

Amanda ákvað að fara í hina áttina og flutti á bóndabæ með eiginmanni sínum, Thomas Sadoski, og börnum þeirra tveimur, Ninu, 5 ára, og Thomas, eins árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr segir íslenskar jarðarfarir leiðinlegar og íhugar nýjan starfsvettvang

Jón Gnarr segir íslenskar jarðarfarir leiðinlegar og íhugar nýjan starfsvettvang
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eitraðar pillur í harðskeyttri deilu áhrifavaldanna Þórunnar og Alexsöndru – „Ég mun aldrei fá að segja mína sögu”

Eitraðar pillur í harðskeyttri deilu áhrifavaldanna Þórunnar og Alexsöndru – „Ég mun aldrei fá að segja mína sögu”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kalt stríð milli Victoriu Beckham og tengadótturinnar

Kalt stríð milli Victoriu Beckham og tengadótturinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi opnar sig um kjaftasöguna sem gekk í kjölfar skilnaðarins – „Ég hef stundum verið talinn hommi“

Simmi opnar sig um kjaftasöguna sem gekk í kjölfar skilnaðarins – „Ég hef stundum verið talinn hommi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ryan Seacrest með allt á útopnu í tveimur neyðarlegum atvikum

Ryan Seacrest með allt á útopnu í tveimur neyðarlegum atvikum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Keppandi í Bachelorette biðst afsökunar á óásættanlegri framkomu

Keppandi í Bachelorette biðst afsökunar á óásættanlegri framkomu