fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fókus

Íslenskt fyrirtæki borgar starfsfóki sínu fyrir að sofa vel

Fókus
Föstudaginn 10. september 2021 09:42

Erla Björnsdóttir. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal íslenskra fyrirtækja varðandi svefnheilsu starfsmanna. Ef fólk kemur illa sofið í vinnuna er meiri hætta á mistökum hjá starfsfólki og slysahætta eykst. Að sama skapi veikir svefnleysi ónæmiskerfið og svefnlausir starfsmenn taka allt að 100% fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel.

Sjá einnig: „Svefnleysi eykur líkur á mörgum alvarlegum sjúkdómum og hreinlega styttir líf okkar“

Það er því ánægjulegt að sjá hversu margir íslenskir stjórnendur eru farnir að taka þennan þátt inn í almenna heilsueflingu starfsmanna og sífellt fleiri fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum uppá fræðslu um svefn, skimun fyrir svefnvanda og meðferð fyrir þá sem komnir eru í vanda.

Fyrirtækið Klaki ehf gerði skemmtilega tilraun með sínu starfsfólki þar sem starfsmönnum var greiddur bónus vikulega ef þeir sváfu nóg. Verkefnið hefur farið vel af stað að sögn Óskars og Páls sem fara fyrir verkefninu og er starfsfólk að ná viðmiðum u.þ.b. aðra hverja viku að meðaltali.

Starfsfólk lýsir áhrifum þannig að þreyta sé minni og að vart sé við aukna vellíðan. Miklar vonir eru bundnar við langtímaáhrif bættra svefnvenja hjá starfsfólki og hefur fyrirtækið því ákveðið að gera launaviðbæturnar varanlegar.

Embætti ríkislögreglustjóra hefur einnig verið að vinna markvisst með svefnheilsu sinna starfsmanna en þar fengu allir starfsmenn fræðslu um svefn, skimað var fyrir svefnvanda meðal starfsmanna og þeim sem sváfu illa var boðin aðstoð til að bæta svefninn. Ljóst er að álag í starfi hjá lögreglumönnum er mikið, vaktir oft óreglulegar og verkefni sem þeir fást við sem krefjast mikillar einbeitingar, snerpu og úthalds og því er sérstaklega mikilvægt að þeir sem sinna þessu starfi séu vel úthvíldir.

Bæði þessi fyrirtæki hlutu í dag gæðastimpil frá fyrirtækinu Betri svefn um að vera svefnvottuð fyrirtæki. Þessi vottun staðfestir að stjórnendur hafa lagt sig fram um að fræða starfsfólk um svefn og bjóða uppá aðstoð fyrir þá sem glíma við svefnvanda.

Lesa meira: Góð ráð til að ná betri svefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið
Fókus
Í gær

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eldhús í Vesturbænum vekur athygli áhrifavalda: „Þetta er eins og skurðstofa“

Eldhús í Vesturbænum vekur athygli áhrifavalda: „Þetta er eins og skurðstofa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu oddvita flokkanna eins og þú hefur aldrei séð þá áður – Birna Ben og Kiddi Jak

Sjáðu oddvita flokkanna eins og þú hefur aldrei séð þá áður – Birna Ben og Kiddi Jak
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barion Mosó lofaður og lastaður – Simmi Vill svarar – „Oft fer umræðan hér í óuppbyggilegar upphrópanir“

Barion Mosó lofaður og lastaður – Simmi Vill svarar – „Oft fer umræðan hér í óuppbyggilegar upphrópanir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Ekkert var eins og það sýndist eftir morðið á kórstjóranum – Málið tók óvænta stefnu

Sakamál: Ekkert var eins og það sýndist eftir morðið á kórstjóranum – Málið tók óvænta stefnu