fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Segir þessa týpu af karlmanni fá meira kynlíf – Ástæðan tengist femínisma

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 26. apríl 2021 10:56

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjaldgæf“ tegund karlmanna fær meira og betra kynlíf, en aðrir, samkvæmt ástralska kynlífssérfræðingnum Nadiu Bokody. Hún segir að það tengjast femínisma í nýjum pistli á News.au.

Nadia byrjar á því að vísa í uppistand hinsegin grínistans DeAnne Smith frá árinu 2017. „Stelpan sem ég er að hitta núna hefur hingað til aðeins verið í sambandi með karlmönnum. Það er svo auðvelt að vekja hrifningu hennar. Ég sýni henni bara almenna kurteisi og hún missir vitið. Ég spyr hana hvernig dagurinn hennar var og hún fær það á staðnum,“ sagði DeAnne í uppistandinu.

„Ég man eftir að hafa séð myndband frá uppistandinu fyrir nokkrum árum. Ég deildi því með vinkonum mínum og við vorum allar sammála um að þetta hitti beint í mark,“ segir Nadia.

Myndbandið fór á flug um netheima og fékk yfir 50 milljónir í áhorf á samfélagsmiðlum. „Aðallega því svo margar konur tengdu við þetta,“ segir Nadia.

„Prófaðu að fara á Tinder í klukkutíma sem gagnkynhneigð kona og þú veist hvað ég er að tala um. Það er orðið allt of mikið um gaura sem skrifa á Tinder-síðuna sína: „Engar einstæðar mæður, feitar konur eða femínistar“. Svo mikið um svona gaura að það eru til síður tileinkaðar því að afhjúpa þá.“

Nadia nefnir eina síðu sem gerir slíkt, @TinderTranslators.

Viðvörunarmerki

Nadia segir að þetta séu ekki bara gaurar á Tinder, heldur einnig menn sem vinkonur hennar hafa farið á stefnumót með. „Ég hef heyrt alls konar sögur frá vinkonum mínum […] Þeir eru að þrýsta á þær að stunda munnmök, klikka á því að spyrja eina einustu spurningu um þær og að kalla fyrrverandi kærustur sínar „geðsjúklinga“, það eru eiginlega of mörg viðvörunarmerki (e. red flags) til að telja.“

Nadia snýr sér að kjarna málsins. „Ég hef aldrei séð sömu konur verða jafn spenntar og þegar þær kynnast karlmanni sem er öðruvísi. „Hann er ekki einu sinni mín týpa, en það er svo hressandi að það sé komið fram við mig af virðingu og hafa einhvern sem hefur í alvöru áhuga á mér. Við munum örugglega sofa saman,“ sendi ein vinkona mér nýlega,“ segir Nadia.

„Hér er eitt sem gæti komið mörgum karlmönnum á óvart: Menn sem lifa eftir grundvallaratriðum femínisma (sem, öfugt við það sem karlrembur halda, er bókstaflega bara sú hugmynd að konur eigi skilið sömu virðingu og réttindi og karlmenn) fá oftar á broddinn,“ segir Nadia.

Karlkyns femínistar

Nadia vísar til nýrrar könnunar á vegum Sex In Canada. Samkvæmt niðurstöðum stunda karlkyns femínistar oftar kynlíf en karlmenn sem skilgreina sig ekki sem femínista. Karlkyns femínistar stunda einnig meiri munnmök, bæði sem gefendur og sem þiggjendur .

„Það sem vakti mesta athygli mína var að karlkyns femínistar voru líklegri til að taka þátt í kynlífi sem einblínir á ánægju konunnar,“ segir Nadia.

„Rannsókn sýnir að 95 prósent gagnkynhneigðra karlmanna fá fullnægingu í hvert skipti sem þeir stunda kynlíf, á meðan aðeins 65 prósent gagnkynhneigðra kvenna fær það. Til samanburðar fá 88 prósent samkynhneigðra kvenna það í kynlífi í hvert skipti.“

Þá vitum við það. Karlmenn sem skilgreina sig sem femínista og lifa eftir þeim lögmálum stunda kynlíf oftar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“