fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fókus

Frændinn komst að framhjáhaldinu og hjásvæfan er ólétt – „Borgin okkar er lítil“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. apríl 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á ástkæra eiginkonu, tvo syni, yndislegt heimili og ég er í frábæru starfi. Mér finnst ég vera heppinn maður. Í kaupæti þá á ég líka fallega hjásvæfu.“

Svona hefst bréf sem maður nokkur skrifar til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. Maðurinn segist vera ánægður með lífið sitt eins og það er en nýverið komst fjölskyldumeðlimur að leyndarmálinu. „Ég er hræddur um að það dreifist.“

Maðurinn sem um ræðir er 42 ára gamall og eiginkona hans er ári yngri. Þau giftust fyrir 10 árum síðan og eiga tvo syni sem eru 8 og 9 ára gamlir. Maðurinn hitti hjásvæfu sína, sem er 34 ára gömul, fyrir fimm árum síðan. „Borgin okkar er lítil og ég hef verið duglegur að fela sporin,“ segir maðurinn en nú er leyndarmálið í hættu.

„Frændi minn sá mig kyssa hjásvæfuna og hann hefur sagt öðru frændfólki frá því. Til að bæta ofan á stressið sagði hjásvæfan mín mér frá því fyrir þremur mánuðum síðan að hún væri ólétt, og ég er faðirinn.“

Maðurinn segist hafa verið 100 prósent trúr eiginkonunni sinni þegar þau giftust en eftir 5 ár var hún, að hans sögn, hætt að leggja sitt af mörkum í sambandinu og kynlífið var ekki lengur til staðar. Hann kynntist hjásvæfunni í sundfélagi en þau kynntust betur yfir kaffibolla. „Ég gat ekki hætt að ímynda mér kynlíf með henni við sundlaugarbakkann. Ég vissi að hún vildi mig svo eitt kvöldið hittumst við og fengum okkur drykk saman,“ segir maðurinn en fljótlega voru þau farin að stunda kynlíf.

„Þetta er svo mikið eldflaugaslys. Ég sleka eiginkonuna mína og myndi aldrei vilja missa syni mína frá mér en nú er ég hræddur um að hún komist að þessu og þá missi ég líka hjásvæfuna mína og ófædda barnið.“

Deidre svarar manninum og segir að hann hafi heldur betur náð að baka vandræði. „Nú er kominn tími til að horfast í augu við það sem þú ert búin að gera,“ segir Deidre en hún hvetur hann til að segja eiginkonunni frá framhjáhaldinu sjálfur, hann gæti fengið meiri virðingu fyrir það heldur en ef hún kemst að því sjálf.

„Það að segja henni frá þessu verður erfitt og þið gætuð þurft á ráðgjöf að halda til að hjálpa ykkur í kjölfarið. Þegar þú ert kominn með allt á hreint varðandi hjónabandið þá geturðu farið að hugsa um næstu skref.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð