Áhrifavaldurinn Sophie Lait hefur fengið mikið lof frá fylgjendum sínum fyrir færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni á dögunum.
Sophie er dugleg að vekja athygli á líkamsvirðingu á Instagram-síðunni og í færslunni sem um ræðir gerir hún einmitt það. Með færslunni lætur Sophie fylgja nektarmynd af sér sem hún tók sjálf í spegli. „Þú ert ekki minna kynþokkafull ef þú ert með bumbu,“ skrifar hún í upphafi færslunnar.
„Síðan ég var unglingur hef ég alltaf trúað því að skoðanir fólks á mér væru byggðar á því hvernig líkaminn lítur út, hversu flatur maginn minn var eða hversu mjúkir fæturnir mínir voru… en sorgin sem fylgdi stöðuga eltingaleiknum við þessa hluti var að kæfa mig,. Það er búið að láta okkur trúa því að það að vera með bumbu þýði að okkur hafi mistekist, það er ekki rétt.“
Sophie segir að hún hafi nýverið átt góð samtöl við móður sína. Móðir hennar hafði ekki mikið álit á eigin líkama þegar Sophie var á táningsaldri, Sophie segir að við það hafi hún hugsað með sér að líkaminn sinn væri heldur ekki nógu góður. „Ef mamma mín var óörugg með sinn líkama þá varð ég óörugg með minn líkama,“ segir hún.
„Eftir því sem ég varð eldri fór ég að sjá aðrar konur sem voru að fagna líkömunum sínum… þær voru með bumbur, appelsínuhúð og slit! Ég trúði því ekki! Ég var í svo miklu sjokki! „Mátti“ ég fagna þessum hlutum á mínum líkama líka? Þessar konur voru að því!“
Sophie segir að rekja megi óöryggi hennar með eigin líkama í margar áttir, til frægs fólks, tímarita, kvikmynda, auglýsinga og annarra hluta. „Það sem var svo sorglegt er að mamma mín var líka föst í þessari eitruðu megrunarmenningu, eins og ég, og það gerði mig svo reiða!“ segir hún.
„Jafnvel þegar ég var upp á mitt grannasta þá fannst mér ég aldrei vera nógu grönn. Við erum öll að reyna okkar besta,“ segir hún. „Það að vera stanslaust með áhyggjur af því hvernig við lítum út er ekki góð reynsla, treystið mér… ég veit það.“
Eins og áður segir hefur færslan vakið gífurlega lukku meðal fylgjenda Sophie en yfir 14 þúsund hafa líkað við færsluna. „Ég elska myndina en ég elska textann við hana meira. Ég fór að gráta. Ég tengi svo mikið,“ segir til að mynda einn fylgjandi í athugasemd við færsluna. „Takk fyrir þetta!“ segir svo annar fylgjandi hennar.
View this post on Instagram