fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fókus

Fjölskyldufaðir í blóma lífsins greindist með lífshættulegt krabbamein – Safnað fyrir Hákon Einar Júlíusson

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. október 2021 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september greindist 36 ára gamall fjölskyldufaðir, Hákon Einar Júlíusson, með krabbamein í ristli. Gekkst hann undir 12 tíma langa skurðaðgerð þar sem meinið var fjarlægt en framundan er lyfjameðferð sem hefst eftir nokkrar vikur.

Það liggur í augum uppi að veikindi af þessu tagi eru mikið áfall fyrir ungan mann og fjölskyldu hans en Hákon er giftur þriggja barna faðir. Brynjar Júlíusson, bróðir Hákons, hefur hrint af stað söfnun fyrir bróður sinn og fjölskyldu hans. Bendir hann á veikndin setji allt á annan endann hjá ungri fjölskyldu og setji fjárhaginn í uppnám:

„Það vita það auðvitað allir að slík veikindi setja allt lífið á annan endann. Það þarf áfram að hugsa um að halda heimili. Tryggja það að börnin búi við öryggi. Það ríkir óvissa um fjármálin, hvort, hvenær og hversu miklar tekjur hann kemur til með að hafa í þessu bataferli. Þar sem hvorki hann né kona hans eru í neinni aðstöðu til að hugsa um þau mál, eins og mál standa, þá höfum við ákveðið að reyna að létta þeim lífið eins og við mögulega getum.

Að því tilefni biðlum við til allra sem mögulega hafa tök á að styrkja fjölskylduna. Hvaða upphæð sem er, skiptir ekki máli, því margt smátt gerir eitt stórt. Við vonum svo sannarlega að þú lesandi góður gefir þér augnablik til að styrkja þau, við værum þér ævinlega þakklát.“

Þeim sem hafa hug á að styrkja Hákon og fjölskyldu hans í þessum erfiðu aðstæðum er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar:

0338-03-421660 kt. 290985-2349

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“