fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Linda Pé birti mynd af sér í flegnum kjól – Ókunnugar konur sögðu henni að það sæist of mikið í brjóstin hennar

Fókus
Miðvikudaginn 20. október 2021 09:21

Linda Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin og athafnakonan Linda Pé birti mynd af sér á Instagram í gær sem vakti mikla athygli. Á myndinni mátti sjá hana vera að máta kjól fyrir Gala kvöld en hún fékk fjölda ábendinga frá konum sem þótti hún sýna of mikið af brjóstum sínum á myndinni.

Linda ræddi um þetta á Instagram-síðu sinni en Fréttablaðið vakti athygli á þessu. „Ég má til með að segja ykkur dá­lítið sniðugt,“ segir Linda. „Ég pó­staði mynd hérna af mér í bláum kjól hérna í morgun af því ég er að velja kjól til þess að vera í á svona Gala kvöldi sem ég fer á í út­löndum bráðum.“

Myndina birti Linda snemma um morguninn í gær og í kjölfarið fékk hún send einkaskilaboð frá konum sem þekkja hana ekki „Nú hafa nokkrar góðar konur hafa sent mér skila­boð, einka­skila­boð hér, konur sem að þekkja mig ekki og þær hafa verið að tjá sig og segja mér það að það sjáist of mikið í brjóstin á mér. Þetta sé stuðandi og ó­þægi­legt,“ segir hún.

Linda segist ekki vita fyrir hvern þetta er óþægilegt því henni finnst þetta allavega ekki vera óþægilegt. „Á sama tíma þá vil ég taka það fram að ég var ekki til­höfð, ég var ein­göngu að sýna kjólinn minn. Ég var til dæmis ekki komin í brjósta­haldara, sem ég myndi að sjálf­sögðu fara í, ef ég kysi að gera svo. Ég var ekki komin í háa hæla, þannig ég var ekki til­búin eins og ég ætla að vera á kvöldinu, ég var ein­fald­lega að sýna

Linda segir þá að enginn nema hún sjálf geti sagt henni hvernig hún á að vera tilhöfð, ekki nema kannski stílistinn hennar þá. „En það eru ein­hverjar konur þarna úti sem vildu láta mig vita að það sæist of mikið í barminn á mér,“ segir hún „Þarna var ég að sýna kjólinn minn en ein­hverjar kusu að fókusera á að það sæist of mikið af barminum á mér, sem mér finnst dá­lítið merki­legt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum