Fegurðardrottningin og athafnakonan Linda Pé birti mynd af sér á Instagram í gær sem vakti mikla athygli. Á myndinni mátti sjá hana vera að máta kjól fyrir Gala kvöld en hún fékk fjölda ábendinga frá konum sem þótti hún sýna of mikið af brjóstum sínum á myndinni.
Linda ræddi um þetta á Instagram-síðu sinni en Fréttablaðið vakti athygli á þessu. „Ég má til með að segja ykkur dálítið sniðugt,“ segir Linda. „Ég póstaði mynd hérna af mér í bláum kjól hérna í morgun af því ég er að velja kjól til þess að vera í á svona Gala kvöldi sem ég fer á í útlöndum bráðum.“
Myndina birti Linda snemma um morguninn í gær og í kjölfarið fékk hún send einkaskilaboð frá konum sem þekkja hana ekki „Nú hafa nokkrar góðar konur hafa sent mér skilaboð, einkaskilaboð hér, konur sem að þekkja mig ekki og þær hafa verið að tjá sig og segja mér það að það sjáist of mikið í brjóstin á mér. Þetta sé stuðandi og óþægilegt,“ segir hún.
Linda segist ekki vita fyrir hvern þetta er óþægilegt því henni finnst þetta allavega ekki vera óþægilegt. „Á sama tíma þá vil ég taka það fram að ég var ekki tilhöfð, ég var eingöngu að sýna kjólinn minn. Ég var til dæmis ekki komin í brjóstahaldara, sem ég myndi að sjálfsögðu fara í, ef ég kysi að gera svo. Ég var ekki komin í háa hæla, þannig ég var ekki tilbúin eins og ég ætla að vera á kvöldinu, ég var einfaldlega að sýna
Linda segir þá að enginn nema hún sjálf geti sagt henni hvernig hún á að vera tilhöfð, ekki nema kannski stílistinn hennar þá. „En það eru einhverjar konur þarna úti sem vildu láta mig vita að það sæist of mikið í barminn á mér,“ segir hún „Þarna var ég að sýna kjólinn minn en einhverjar kusu að fókusera á að það sæist of mikið af barminum á mér, sem mér finnst dálítið merkilegt.“