fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fókus

Braut lögin og svaf hjá þremur giftum karlmönnum – „En þeir notuðu sótthreinsi“

Fókus
Föstudaginn 29. janúar 2021 21:30

Gweneth. Mynd/Fabulous Digital

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gweneth Lee lét strangar reglur um samkomutakmörk ekki stöðva sig og hélt áfram að hitta elskhuga sína og viðskiptavini.

Gweneth er dómína að atvinnu (e. dominatrix) og sefur aðeins hjá giftum karlmönnum í frítíma sínum.

Í viðtali við Fabulous Digital segir hún frá því að hún hafi brotið sóttvarnarreglur í desember síðastliðnum þegar hún hélt áfram að hitta elskhuga sína og viðskiptavini, þó það væri bannað með lögum.

Gweneth sefur aðeins hjá giftum karlmönnum og var að hitta þrjá þeirra í desember. Hún hitti einnig allt að þrjá viðskiptavini á hverjum degi.

„Ég vissi að þetta væri ólöglegt, þess vegna hitti ég aðeins fastakúnna og tók ekki á móti nýjum viðskiptavinum. Venjulega hitti ég um fimmtán nýja viðskiptavini á mánuði,“ segir Gweneth, sem er 47 ára og skiptir tíma sínum á milli London og Kaliforníu.

„En fólk þarf að fá sitt „kink“,“ segir Gweneth.

Gweneth telur sig vera afkastamestu hjákonu Bretlands.

Meðvituð um að nágrannar hennar myndu vera grunsamir ef það væru sífellt menn að koma og fara frá henni, þá byrjaði hún að lauma þeim inn. Hún segist þó hafa reynt að fylgja Covid-reglum eins vel og hún gat.

„Allir notuðu sótthreinsi þegar þeir komu, og þrælar mega nota grímu og biðja mig um að nota grímu. Svo er dómína venjulega alltaf í gúmmíhönskum þannig það er eitthvað,“ segir hún.

Gweneth stundar kynlíf með elskhugum sínum, en ekki með dómínu-viðskiptavinum sínum sem borga henni tugi þúsunda fyrir að fá að upplifa fantasíur sínar.

 

Bara giftir menn

Síðan árið 2008 hefur Gweneth aðeins verið með giftum karlmönnum. Eftir að eiginmaður hennar dó skráði hún sig á stefnumótasíðuna Illicit Encounters, sem er fyrir gifta einstaklinga sem leitast eftir að halda framhjá.

Á þeim tíma var Gweneth í smá fjárhagserfiðleikum og var þegar dómína, bara ekki að atvinnu. Hún ákvað að vera atvinnudómína og þá var ekki aftur snúið.

„Ég hef alltaf elskað BDSM. Ég var með drottnara þegar ég var unglingur, en ég áttaði mig fljótlega á því að ég kunni betur við að vera við stjórnvölinn.“

 

Gweneth ferðast á milli London og Kaliforníu, en er nú stödd í sólinni í Kaliforníu.

„Ég er með elskhuga hvorum megin við hafið. En á einhverjum tímapunkti þarf ég að fara aftur til London. Viðskiptavinir mínir þurfa á mér að halda,“ segir hún.

Gweneth fær reglulega gjafir frá giftum elskhugum sínum. Skartgripi, loðfeldi og aðrar dýrar gjafir.

„Ég er öðruvísi kona. Ég er alþjóðleg viðskiptakona, margir af elskhugum mínum eiga eiginkonur sem eru heimavinnandi húsmæður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu