Raunveruleikastjarnan Kem Cetinay kom, svaf hjá og sigraði í þriðju seríu af Love Island þáttunum vinsælu. Bráðlega hefst ný sería af þáttunum og mætti Kem að því tilefni í viðtal til The Sun og ræddi síðustu seríu. Það sem stendur helst í honum eftir þættina er hvað hann stundaði mikið kynlíf í þáttunum en í dag titlar hann sig sem viðskiptamann.
Kem, sem er 25 ára gamall, segir að það eina sem hann myndi gera öðruvísi ef hann færi aftur í þættina væri að hann myndi stunda minna kynlíf. „Nú er ég viðskiptamaður og ég er með starfsfólk í vinnu hjá mér. Ef nýtt starfsfólk leitar að nafninu mínu þá eru fréttir af mér að stunda kynlíf í sjónvarpinu með því fyrsta sem kemur upp,“ segir hann. „En þið verðið að muna að ég var 21 árs gamall þarna, ég er ekki sami maður í dag. Svo ég skammast mín ekki fyrir þetta því þetta gerðiust bara.„
Þrátt fyrir að skammast sín ekki endurtekur hann reglulega að hann hefði eftir á að hyggja ekki átt að stunda svo frjálsar ástir í sjónvarpsþáttunum. „ – kannski bara einu sinni eða tvisvar, það hefði verið nóg. Ekki svona mikið! En ég elskaði samt þessa upplifun. Ég er mjög þakklátur fyrir það hvernig þetta endaði fyrir mig því ég eignaðist stóran hóp af góðum vinum þarna. Ég á bara yndislegar minningar af Love Island.“