Tónlistarstjarnan Miley Cyrus hefur verið afar vinsæl í langan tíma, allt frá því hún byrjaði að leika hlutverk Hannah Montana í samnefndum þáttum. Síðan þá hefur hún vakið meiri athygli með hverju árinu en í dag er hún ein vinsælasta tónlistarkona heims. Þá er hún einnig afar þekkt fyrir að vekja mikla athygli á samfélagsmiðlum en hún gerir gjarnan það sem henni dettur í hug og hefur fólk afar gaman að því að fylgjast með henni þar.
Það nýjasta sem Miley vekur nú athygli fyrir á samfélagsmiðlum eru myndbönd sem hún deildi á samfélagsmiðlinum Instagram í nótt. Í myndböndunum er Miley nakin og hún sýnir sig og nýjasta skartið sitt á meðan hún er í baði. Skartið sem um ræðir eru gulltennur eða svokallað tannskart sem er hvað þekktast sem „grill“.
Skjáskot úr myndböndunum sem Miley birti má sjá hér fyrir neðan: