fbpx
Laugardagur 18.september 2021
Fókus

Algeng lygi úr svefnherberginu sem „er skaðleg konum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 10:07

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody afhjúpar algenga lygi sem stundum sögð er í svefnherberginu og er „skaðleg konum.“

Í samtali við New Zealand Herald segir Nadia að konur séu „frábærir leikarar.“ Hún segist vita það því karlmenn haldi því alltaf fram að engin kona hafi nokkurn tíma gert sér upp fullnægingu með þeim, þrátt fyrir þá staðreynd að um 80 prósent kvenna viðurkenna að hafa einhvern tíma á lífsleiðinni gert nákvæmlega það.

Það virðist kannski meinlaust, að þykjast njóta kynlífs meira en þú gerir, en samkvæmt Nadiu er það vísbending um stærra vandamál.

„Ástæðan fyrir því að við séum svona góðar í að gera okkur upp ánægju er sú að alla okkar ævi höfum við lært að hundsa óþægindi,“ segir hún og nefnir blæðingar, brjóstarhaldara og hælaskó sem dæmi um hverni við „kennum stúlkum að tengja sársauka við það að vera kona“, eins og að missa meydóminn og auðvitað að fæða barn.

Nadia.

Nadia segir að hún hafi ekki áttað sig á hversu mikið hún hafi tileinkað sér þessa hugsun fyrr en fyrir sex mánuðum, þegar hún gekkst undir aðgerð vegna legslímuflakks. Legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Nadia hafi þjáðst af sjúkdóminum í tuttugu ár og sagði læknirinn að það væri „ótrúlegt“ að hún hafi getað lifað með sársaukanum í öll þessi ár.

„En það var ekki ótrúlegt samt. Eins og svo margar konur sem ég þekki var sársauki eitthvað til að „ganga í gegnum“, hluti af lífinu. Samfélagið hefur kennt okkur að þetta sé hluti af því að vera kona. En á einhverjum tímapunkti þurfum við að átta okkur á að þetta er bara ekki að ganga,“ segir hún.

„Hér er sannleikssprengja sem gæti hjálpað: Þér ætti að þykja kynlíf mjög, mjög gott. Þrátt fyrir allt sem okkur hefur verið kennt, þá á þetta ekki bara við um karlmenn.“

En hvernig eiga konur að hætta að normalísera sársauka? Fyrsta skrefið samkvæmt Nadiu er að forgangsraða þinni ánægju. Í því felst að eiga hreinskilið samtal við makann þinn um það sem hann er að gera vitlaust. Vissulega getur það sært egóið hans, en það er ekkert samanborið við lélegt kynlíf það sem eftir er ævinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldan stækkar hjá Frikka Dór og Lísu

Fjölskyldan stækkar hjá Frikka Dór og Lísu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“