Raunveruleikastjarnan Gabby Allen ákvað á dögunum að sýna raunveruleikann á bakvið myndirnar sem hún deilir með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram.
Gabby, sem er 28 ára gömul, vildi sýna hvað hún væri þrútin eftir jólin. Hún birti því myndir af sér og myndbönd í rauðu bikiníi og sýndi hvernig líkaminn hennar lítur út eftir hátíðirnar.
Auk þess sem Gabby vildi sýna líkamann sinn í þessu ástandi þá vildi hún líka taka myndirnar til að vera með fyrir og eftir myndir. Hún ætlar nefnilega á næstu dögum að byrja í aðhaldi.
„Nei ég er ekki ólétt, bara ótrúlega þrútin,“ sagði Gabby síðan svo orðrómar um að barn væri á leiðinni færu ekki á flug.
„Það er í alvörunni magnað hvað sjónarhorn hafa mikil áhrif á útlitið,“ segir hún og sýnir síðan mismunandi sjónarhorn. „Hérna er ég með magavöðva… ég er svo sannarlega ekki með magavöðva hérna!“