fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Geir Ólafs saumaði sæng og giftist kaupandanum – „Hún sló til og síðan höfum við verið saman“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 11. september 2020 15:36

Geir Ólafs - Mynd/Arnþór Birkisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson betur þekktur sem hreinlega Geir Ólafs, var í viðtali í þættinum Segðu mér sem er á Rás 1, en þar ræddi hann til að mynda um ferill sinn, áfengisvanda og ástina. Í viðtalinu segir Geir frá því hvernig hann kynntist eiginkonu sinni, Adriönu Patricia Sanchez Krieger.

Árið 2009 starfaði Geir hjá fjölskyldufyrirtækinu í Dúni og Sæng. Þá var Adríana stödd á Íslandi og átti pening sem hún vildi eyða á landinu og keypti sæng frá fyrirtækinu. Um var að ræða æðadúnsæng, sem ekki var til á lager, þannig að Geir bjó hana til sjálfur og fór á Hótel Bláa lónsins til að afhenda sængina til hennar.

„Ég bjó til þessa sæng. Saumaði fyrir hana og kom með hana á hótelið í Bláa lóninu. Þegar ég mæti þá er hópur kvenna sem voru að gæsa vinkonu sína. Þær vildu endilega fá mynd með mer og hlupu til mín og ég segi sjálfsagt. Ég í myndatöku og er alltaf með sængina“ segir hann og hlær.

Svo segist hann hafa séð Adríönu og hún hafi spurt hversvegna þær væru að taka myndir með honum og hann hafi svarað: „Ég er frægasti söngvari þessa lands,“. Adríana hafi viljað fá sönnun á því. „Þá tók ég bara O sole mio, og þá byrjaði okkar vinátta“

Nokkurum árum seinna hafi þau byrjað að spjalla í gegnum Skype. Hann hafi svo boðið henni til Hollywood og síðan hafu þau verið saman og eiga nú barn saman.

„Hún sló til og síðan höfum við verið saman. Svo eignuðumst við dóttur okkar 2016 og við giftumst ári síðar. Ég er svo ótrúlega heppinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Í gær

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt