fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Jóhannes á vettvangi kynlífsvélmenna

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allt er þegar þrennt er með meistaranum,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari en hann vísar í samstarf sitt og hins víðfræga leikara Guy Pearce. Þeir félagar hafa undanfarnar vikur staðið í tökum á vísindaskáldsögutrylli, Zone 414. Eins og Jóhannes vísar í markar þetta þriðja skiptið sem hann deilir tökustað með hinum víðfræga Guy Pearce. Saman unnu þeir áður að sjónvarpsþáttunum The Innocents og hinni væntanlegu Bloodshot. Jóhannes segir Pearce vera toppmann og telur heiminn vera lítinn þegar kemur að sameiginlegum verkefnum þeirra.

„Ég var farinn að halda að Guy væri að krefjast þess að hafa mig en hann sver að þetta séu tilviljanir,“ segir Jóhannes. „Það er þó gagnkvæm virðing þarna. Hann var að eignast sitt fyrsta barn fyrir nokkrum árum og ég kominn með þrjú, þannig að ég get alltaf leiðbeint honum með pabbahlutverkið. Hann er mér svo fyrirmynd og leiðbeinandi í leiklistinni.“

Í nýjustu mynd leikaranna beggja fer Jóhannes með hlutverk manns sem er viðskiptavinur svæðis sem býður meðal annars upp á kynlífsþjónustu vélmenna. Pearce leikur fyrrverandi lögreglumann sem er ráðinn til að rannsaka dularfullt hvarf dóttur auðkýfings. Seinast sást til hennar á svæði sem nefnist 414, en á því svæði má finna hömlulausar hvatir auðugra viðskiptavina sem geta keypt sér allt sem þeim dettur í hug.

Jóhannes hefur verið sérlega virkur í kvikmyndaflokki vísindaskáldskapar síðustu misseri, meðal annars með Bloodshot, þar sem stórleikarinn Vin Diesel fer með burðarhlutverkið, og í spennumyndinni Infinite með Mark Wahlberg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég elska að lesa bækur sem kalla fram tilfinningar, hvort heldur sem er tár eða gleði“

„Ég elska að lesa bækur sem kalla fram tilfinningar, hvort heldur sem er tár eða gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurður fékk kaldar kveðjur frá Háskóla Íslands – „Mér finnst þetta ljót framkoma“

Sigurður fékk kaldar kveðjur frá Háskóla Íslands – „Mér finnst þetta ljót framkoma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lokastiklan fyrir A Knight of the Seven Kingdoms – Ný saga í GOT-heiminum

Lokastiklan fyrir A Knight of the Seven Kingdoms – Ný saga í GOT-heiminum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn