fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Maður koðnar svolítið niður þegar maður er svona einn

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 5. desember 2020 12:15

Guðmundur T Sigurðsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur T. Sigurðsson horfir á björtu hliðarnar þótt COVID hafi stundum hamlað honum frá að heimsækja ástkæra eiginkonu sína til 64 ára á hjúkrunarheimilið.

Á tímum COVID-19 hafa flestir glímt við þá áskorun að halda daglegu lífi í föstum skorðum þrátt fyrir takmarkanir á félagslegum samskiptum. Í Árskógum í Reykjavík býr fjöldi eldri borgara sem hafa ekki farið varhluta af þeim samfélagslegu breyting- um sem hafa orðið síðan í vor. DV tók þrjá íbúa þar tali sem reyna markvisst að horfa á björtu hliðarnar og luma jafnvel á ráðum sem aðrir geta tekið sér til fyrirmyndar. Guðmundur er einn þeirra.

„Ég er almennt með það létt skap að þetta hefur ekki haft of mikil áhrif á mig. Ég er ekkert að velta mér upp úr neinum leiðindum,“ segir Guðmundur T. Sigurðsson, fyrrverandi sjómaður, sem býr í íbúðum eldri borgara að Árskógum.

Nýr fiskur í uppáhaldi

Guðmundur er 85 ára, nánast blindur og býr einn eftir að eignkona hans flutti á hjúkrunarheimilið Skógarbæ fyrir örfáum árum. Hann getur nú heimsótt hana reglulega en COVID hefur sannarlega sett sitt strik í reikninginn á síðustu mánuðum. „Nei, ég hef ekki mátt heimsækja hana allan tímann. Það hefur verið dálítið niðurdrepandi því við höfum verið saman í 64 ár og erum orðin mjög samtvinnuð, sérstaklega nú á efri árum,“ segir hann.

Sem stendur liggur allt félagsstarf á svæðinu niðri og matsalan er lokuð en þangað hefur Guðmundur sótt, ekki síst til að fá félagsskap. „Ég reyni núna að vera duglegur að elda sjálfur. Ég hef keypt svolítið af tilbúnum réttum sem hægt er að setja í örbylgjuofninn en allra best finnst mér að fá nýjan fisk og við erum svo heppin að það er mjög góð fiskbúð hér í Mjóddinni.“

Hann viðurkennir að ástandið hafi haft þau áhrif að hann er ekki alveg jafn duglegur að fara út að ganga og áður. „Maður koðnar svolítið niður þegar maður er svona einn og verður stundum latur, sérstaklega þegar það liggur ekkert fyrir þegar maður vaknar á morgnana,“ segir Guðmundur en áður vaknaði hann alltaf á föstum tíma til að taka þátt í skipulagðri dagskrá.

Góður hópur afkomenda

Hann reynir þó alltaf að líta á björtu hliðarnar og hefðbundinn dagur er nú í nokkuð föstum skorðum. „Ég fæ mér að borða í hádeginu, fer út í Skógarbæ eftir hádegi þar sem ég hitti konuna mína og fæ mér kaffisopa. Eftir það geng ég oft í búðina og þríf aðeins heima.“

Guðmundur segist ekki finna mikinn mun á heilsunni þó göngutúrunum hafi fækkað en óneitanlega hafi það áhrif að geta ekki hitt fólk í matsalnum. „Það er lítið af fólki á ferli hér í húsinu,“ segir hann.

Þá hefur Guðmundur verið duglegur að hringja í vini og vandamenn. „Við hjónin eigum líka stóran hóp af afkomendum sem við erum í góðu sambandi við.“ Síðustu ár hafa þau verið hjá dætrum sínum til skiptis á aðfangadag og hann reiknar ekki með að það verði breyting á nú. Á jóladag er síðan hefð að borða hangikjöt og hafa afleggjararnir þá jafnvel komið í Árskóga að borða. „Það er einfalt að elda hangikjötið,“ segir hann æðrulaus.

Greinin birtist fyrst í helgarblaði DV 27. nóvember.

 

Sjá einnig:

Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að segja við sjálfa mig að þetta verði góður dagur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun