fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Helgi Jean um fjárkúgunarmálið alræmda og Sigmund Davíð: „Hann tók þetta svolítið fyrir mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 14:14

T.v.: Helgi Jean Mynd/Sigtryggur Ari. T.h.: Sigmundur Davíð Mynd/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Jean Claessen er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Helgi er annar umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins HæHæ og fyrrverandi ritstjóri afþreyingarvefsins menn.is.

Það muna hugsanlega margir eftir honum sem manninum sem systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand kúguðu fé út úr árið 2015, sama ár og þær gerðu tilraun til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sjá einnig: Malín og Hlín ákærðar

Hlín og Malín tókst að fá 700 þúsund krónur frá Helga í skiptum fyrir að Hlín myndi ekki kæra hann fyrir meinta nauðgun þann 4. apríl 2015. Systurnar voru seinna ákærðar og dæmdar sekar í apríl 2017.

Aðspurður hvernig upplifunin hafi verið svarar Helgi Jean: „Það var bara frábært, virkilega skemmtilegt,“ segir hann í Einkalífinu og hlær.
„Neinei, en mér tókst að dragast inn í það,“ segir hann og bætir við að hann hafi dregið mikinn lærdóm af málinu.
„Það var rosalega áhugavert að fara inn í það og finna óttann sem það olli hjá mér […] maður getur verið með alls konar hræðslu í alls konar fyllerísdóti en að vera á forsíðu blaðanna; það eru allir að hringja í þig, allir að reyna að ná í þig, það er ákveðið átak sem fylgir því og það gefur manni rosalega auðmýkt gagnvart fréttum. Hafandi sjálfur að hafa verið að flytja fréttir og sjá hvað við erum öll mannleg í þessu. Þegar maður situr heima, horfir á fréttir, kommentar á fréttir. Það er fólk á bak við þetta allt saman og stundum hugsar maður hvað er magnað með marga sem eru alltaf í þessum hita,“ segir hann.

Helgi viðurkennir að þátttaka Sigmunds Davíðs, þáverandi forsætisráðherra, í málinu hafi minnkað áhugann á honum. Fjölmiðlar hafi mestmegnis notað myndir af Sigmundi Davíð frekar en honum.

„Hann tók þetta svolítið fyrir mig. Ég er ævinlega þakklátur fyrir það,“ segir hann.

Stefán, hjá Vísi, bendir á að þetta hafi verið eitt stærsta fréttamál áratugarins og Helgi Jean segir að þetta hafi verið „þetta var alvöru sápuópera og var alveg klárlega sálarkönnun fyrir mig.“

Þú getur horft á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð