fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Systurnar hlutu 12 mánaða dóm

Hlín Einarsdóttir og Malín Brand dæmdar í fjárkúgunarmálunum – Níu mánuðir skilorðsbundnir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. apríl 2017 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdar í tólf mánaða fangelsi fyrir að reyna að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, sumarið 2015. Þá voru þær einnig sakfelldar fyrir að hafa kúgað 700 þúsund krónur af Helga Jean Claessen, ritstjóra Menn.is og fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar.
Níu mánuðir hins 12 mánaða dóms eru skilorðsbundnir til tveggja ára.

Játuðu að hluta

Ákærurnar á hendur systrunum voru þingfestar í héraðsdómi 14. Nóvember síðastliðinn. Hlín og Malín játuðu sök að hluta en neituðu sök varðandi 1. lið ákærunnar sem varðaði Helga Jean Claessen. Í ákæru þess liðar segir að þær hafi í félagi haft 700 þúsund krónur af Helga með hótunum um að Hlín myndi leggja fram kæru hjá lögreglu gegn honum fyrir nauðgun. Úr varð að Helgi afhenti Malín 500 þúsund krónur föstudaginn 10. apríl 2015 og 200 þúsund krónur mánudaginn 13. apríl 2015.

Hlín játaði sök í 2. og 3. lið ákærunnar vegna fjárkúgunar á Sigmund Davíð en Malín neitaði samverknaði í þeim hlutum, játaði hún hlutdeild. Samkvæmt 2. lið ákærunnar setti Hlín bréf inn um lúguna á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, þar sem fram kom að bréfritari myndi birta opinberlega upplýsingar sem hann sagðist hafa undir höndum og vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs að fjárhagsmálefnum Vefpressunnar ef Sigmundur greiddi ekki 7,5 milljónir króna. Þriðji liður ákærunnar varðar atvik sem varð viku síðar þegar Hlín póstlagði annað ódagsett og nafnlaust bréf til Sigmundar en efni þess bréfs var samhljóða fyrra bréfinu.
DV greindi frá því í byrjun júní 2015 að Malín og Hlín hefðu verið handteknar um hádegisbil í Hafnarfirði í byrjun júnímánaðar.Þær voru grunaðar um að hafa sent bréf í pósti heim til forsætisráðherra og krafist þess að hann greiddi þeim tiltekna fjárupphæð sem fyrr segir. Enn fremur var tilgreint að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði. Þar handtók lögreglan Hlín og Malín.

„Glímdi við geðraskanir“

„Ég var langt niðri á þessum tíma og glímdi við miklar geðraskanir,“ sagði Hlín Einarsdóttir í samtali við DV þann 19. júní 2015. Í viðtali DV sagði:
„Var þetta allt Hlín að kenna? Stóð hún ein í þessu öllu saman og var systir hennar, Malín Brand, sem handtekin var ásamt Hlín, óvart dregin inn í þessa atburðarás sem hún „… hvorki skipulagði né tengdist á nokkurn hátt nema fjölskylduböndum,“ eins og fram kom í yfirlýsingu hennar til fjölmiðla?
„Hún kom að báðum þessum málum alveg jafn mikið og ég.“

„Nei, það er ekki satt. Hún kom að báðum þessum málum alveg jafn mikið og ég. Það eru hrein ósannindi af hennar hálfu að ég hafi ein staðið í þessu og að hún hafi einhvern veginn dregist inn í þetta út af mér. Það segir sig bara sjálft þegar hún kemur með mér í Hafnarfjörð að sækja töskuna.“

Fjárhagserfiðleikar kveikjan

Sagði Hlín að hugmyndin hefði kviknað eina kvöldstund í maí þegar Malín gisti hjá henni. „Malín átti í miklum fjárhagserfiðleikum og ég líka. Þessi hugmynd kom út frá þessari stöðu sem við vorum í. Malín gisti hjá mér eitt kvöldið og þessi hugmynd kviknaði,“ sagði Hlín um upphafið að hótunarbréfinu sem sent var eiginkonu forsætisráðherra.

Malín Brand steig fram í viðtali og kenndi systur sinni um þessa súrrealísku atburðarás sem fór af stað í apríl í fyrra og lauk með handtöku þeirra í hrauninu í Hafnarfirði.

Hið leiðinlegasta mál

Sigmundur Davíð sendi frá sér yfirlýsingu á sínum tíma vegna málsins og var hún svohljóðandi:
„Fyrir skömmu barst eiginkonu minni hótunarbréf með afskaplega óskemmtilegum texta þar sem látið var í veðri vaka að ég og venslafólk mitt værum þátttakendur í einhvers konar samsæri um rekstur fjölmiðlafyrirtækis.
Allt var málið hið leiðinlegasta, fyrir alla hlutaðeigandi, og viðbrögð við því hafa verið á ýmsa lund. Ég hefði þó ekki trúað því að óreyndu að formaður eins stjórnmálaflokks og þingflokksformaður annars myndu leggjast svo lágt að reyna að nýta sér hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns í pólitískum tilgangi, eins og nú hefur gerst. Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.

Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás