fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Amman valdi kampavínsglasið fram yfir barnið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. október 2020 16:00

Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af ömmu standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun um hvort hún eigi að bjarga kampavínsglasi eða barnabarni sínu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Myndbandið fór fyrst í dreifingu á Imgur og seinna á Twitter. Það hefur fengið yfir sjö milljón áhorf.

„Þegar þú ert með forgangsröðina á hreinu,“ segir sá sem deildi myndbandinu.

Í myndbandinu má sjá ömmuna sitja á sófa og barnabarn hennar stendur við sófaborðið. Amman heldur við barnið en þegar barnið teygir sig í vínglasið, sem fer á hliðina, sleppir hún takinu á barninu og bjargar glasinu. En um leið og hún sleppir takinu dettur barnið.

Netverjar skiptast í nokkrar fylkingar. Það er hópur sem gagnrýnir ömmuna fyrir að hafa valið kampavínsglasið fram yfir barnið. Annar hópur segir að ef amman hefði ekki bjargað glasinu hefði alvarlegra slys getað átt sér stað. Svo er það þriðji hópurinn sem finnst þetta einfaldlega sprenghlægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Í gær

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla