fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“

Fókus
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin og áhrifavaldurinn Arna Ýr Jónsdóttir virðist heldur betur vera í bobba. Innan Facebook-hópsins Markaðsnördar greinir hún frá því að Instagram-reikningur hennar hafi verið hakkaður. Í kjölfar þess hafi henni borist ógandi tölvupóstur frá manni sem kallar sig Tagir Mikheev. Þegar þetta er skrifað Instagram-aðgangur Örnu Ýr ekki aðgengilegur.

Arna Ýr er með ríflega 50 þúsund fylgjendur og því vill hún eðlilega endurheimta aðgang sinn. „Ég er mögulega á vitlausum stað en sakar ekki að prufa! IG mitt er hakkað og emailinu bakvið það var breytt. Viðkomandi er að blackmaila mig og ég veit ekkert hvað ég á að gera,“ segir hún og bætir við:

„Ekkert help center virkar, ekkert support – ekkert. Ég er (eða var) með ca 55 þúsund fylgjendur þessvegna ætla þeir örugglega að selja accountinn og græða? Einhver lent í svipuðu eða getur gefið mér ráð?,“ spyr Arna Ýr.

Skilboð fjárkúgarans eru á ensku en mætti þýða svo: „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin okkar en ekki að svara okkur. Við vildum ekki eyða myndunum. Þú svaraðir ekki svo þú þarft ekki aðgang. Því miður þá erum við byrjuð að hreinsa aðganginn (eyddum myndunum) og við munum selja aðgangin. Mér þykir það leitt, vertu sæl.“

Henni er bent á að Auðunn Blöndal, Auddi Blö, hafi lent í svipuðum aðstæðum. Hún segist hafa óskað eftir hjálp hans nú þegar. „Ég frétti það og sendi skilaboð á hann áðan – vonandi nennir hann að svara mér.“

Þetta blasir við þegar reynt er að fara inn á Instagram-síðu Örnu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt
Fókus
Í gær

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telur að þetta hafi endanlega gert út af við hjónaband Díönu og Karls

Telur að þetta hafi endanlega gert út af við hjónaband Díönu og Karls
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 6 dögum

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar