fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Baltasar spáir því að Hildur fái Óskarinn

Fókus
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 09:38

Baltasar Kormákur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baltasar Kormákur, leikstjóri og leikari, segir að uppgangur Hildar Guðnadóttur sé einn sá allra hraðasti sem hann hefur orðið vitni að. Hildur fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á dögunum og þá var hún tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna í gær.

Baltasar telur að Hildur muni einnig hljóta Óskarsverðlaunin. Hann segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag:

„Ég spái henni Óskarnum, ég held að hún vinni hann og hún verður flottur fulltrúi sem fyrsti Íslendingurinn til að hljóta verðlaunin,“ segir Baltasar.

Baltasar þekkir vel til Hildar en hún samdi tónlistina fyrir bæði Ófærð og Eiðinn. Baltasar segir gott að vinna með henni, hún sé sanngjörn en ákveðin og berjist fyrir sínu. Hann telur að bjartir tímar séu fram undan hjá Hildi enda erfitt að komast á toppinn. Þegar þangað er komið sé algengt að sjá sömu nöfnin í stærstu verkefnunum.

„Kvikmyndatónskáld geta verið með ansi mörg verkefni á ári, miðað við leikstjóra, kannski tvær eða þrjár myndir. Jóhann var kominn á þann stað og Hildur núna sem er með ólíkindum,“ segir hann við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“