fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fókus

Hátíðardagur handavinnufólks: Garngangan er á laugardag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. september 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garngangan 2019 – hátíð handavinnufólks – fer fram á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 7. september. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og fer hún stækkandi með ári hverju.

Garngangan er samstarfsverkefni nokkurra handverkskvenna sem bjóða verslunum að sameinast í skemmtilegum hátíðardegi handverksfólks. Í ár eru níu verslanir sem taka þátt í göngunni og er sérstök dagskrá og ýmis tilboð í gangi hjá þeim öllum á meðan gangan stendur yfir, sem er milli klukkan 10 og 16 næstkomandi laugardag.

Amma Mús – Grensásvegi 46
Handprjón – Reykjavíkurvegi 64
Föndra – Dalvegi 18
Handverkskúnst – Hraunbæ 102a (ath breytt aðsetur)
Litla Prjónabúðin – Faxafeni 9
Handprjónasambandið – Borgartúni 31
Storkurinn – Síðumúla 20
Gallerý Spuni – Engihjalla 8
Garnbúð Eddu – Strandgötu 39 (ath breytt aðsetur)

Í hverri verslun verða viðburðir og uppákomur, tilboð og pop-up verslanir, sem verður ítarlegar kynnt þegar nær dregur. Einnig verður stimpilleikurinn okkar góði endurtekinn – þá er um að gera að safna stimplum úr öllum verslunum á spjald, sem hægt er að nálgast í öllum verslununum og skila inn við síðasta stimpil. Dregnir verða veglegir vinningar úr fullstimpluðum kortum sem skilað verður inn.

Húfusamprjónið er í fullum gangi, en efnt var til samkeppni um Garngönguhúfuna 2019 og er uppskriftin komin út og hér er facebookhópur þar sem nálgast má uppskrift og taka þátt í samprjóninu: https://www.facebook.com/groups/291911464917640/?ref=group_heade

Leynd hvílir yfir sértilboðum

Hugmyndin er að hannyrðafólk þræði þær verslanir sem taka þátt, fái stimpil í sérstakt stimpilkort sem liggur frammi í þeim öllum, og þau sem ná að fylla stimpilkortið skila því inn í síðustu versluninni og geta átt von á veglegum vinningum.

Fyrirmyndin að Garngöngunni er það sem á ensku kallast Yarn Crawl og eru viðburðir sem haldnir eru víða um heim á ári hverju, til að mynda í London og New York, en markmiðið var að skapa sérstakan hátíðardag handaverksfólks og hvetja það til að versla frekar við litlu sérverslanirnar en stórmarkaðina.

Í fyrra var ákveðið að hita upp fyrir Garngönguna með samkeppni um prjónahúfu – Garngönguhúfuna – og var þessi samkeppni haldin aftur í sumar. Höfundar sigurhúfunnar í ár eru Ása Hildur Guðjónsdóttir og Kristín Friðrika Svavarsdóttir og er uppskrift af húfunni aðgengileg inni á Ravelry, https://www.ravelry.com/patterns/library/garngonguhufan-2019—yarn-crawl-hat-2019. Keppnin er kjörið tækifæri fyrir hönnuði að koma sér á framfæri. Í fyrra var margt handverksfólk sem mætti með húfurnar sínar og var ótrúlega gaman að sjá alls konar útfærslur hjá hverjum prjónara fyrir sig á húfunum. Við vonumst eftir því sama í ár.

Venju samkvæmt ríkir leynd yfir þeim sértilboðum og viðburðum sem verða í hverri verslun þar til daginn áður, en eftir klukkan 18:00 á föstudagskvöldið verður þetta allt gert opinbert, bæði á samfélagsmiðlum á vegum Garngöngunnar sem og verslananna sjálfra.

Öll tilboð verða birt eftir kl. 18 föstudaginn 6. september  en fram að því ríkir alger leynd yfir þeim.

Facebook-síða viðburðarins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Veðbankar hafa enga trú á Heru

Veðbankar hafa enga trú á Heru
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem biðu afhroð í miðasölu síðasta árs

Þetta eru stórmyndirnar sem biðu afhroð í miðasölu síðasta árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“