fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Hollendingar hlaupa á sig – Láku alveg óvart í hvaða borg Eurovision verður haldið

Fókus
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 17:38

Duncan Laurence fagnar sigri í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ríkt gríðarlega spenna í herbúðum Eurovision-aðdáenda fyrir næsta föstudegi. Ástæðan er sú að þá átti að opinbera í hvaða hollensku borg Eurovision-keppnin fer fram á næsta ári. Forsvarsmenn keppninnar hafa auglýst afhjúpunina, sem á að fara fram í hádeginu á föstudag, í gríð og erg á samfélagsmiðlum, en auglýsingunni fylgir að valið standi á milli Rotterdam og Maastricht.

Glöggir Eurovision-aðdáendur tóku hins vegar eftir því fyrir stundu að forsvarsmenn Eurovision virðast óvart hafa tilkynnt um hvaða borg yrði gestgjafi Eurovision á næsta ári. Á opinberri heimasíðu Eurovision var nefnilega að finna að Rotterdam yrði gestgjafinn árið 2020 ef farið var á undirsíðuna fyrir Holland, þar sem hægt er að kynna sér sögu landsins í keppninni. Búið er að eyða afhjúpuninni, tæplega klukkutíma eftir að Eurovision-aðdáendur tóku eftir henni.

Svo virðist sem Twitter-notandinn leo hafi fyrstur tekið eftir þessari opinberun en íslenskir Eurovision-aðdáendur fylgdu fast á hæla hans á sérstakri aðdáendasíðu Eurovision á Facebook.

Því ríkir minni spenna núna fyrir föstudeginum en áður en Eurovision-aðdáendur gera bara góðlátlegt grín að þessu þjófstarti Hollendinga.

Eins og margir vita er keppnin haldin í Hollandi á næsta ári eftir frækinn sigur Duncan Laurance í maí með lagið Arcade.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs