fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Logi Bergmann: „Ég hef mis­notað sam­fé­lags­miðla, logið mig inní Face­book-hópa“

Fókus
Laugardaginn 13. apríl 2019 16:38

Logi skammast sín ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef alltaf átt dýr. Býsna marga ketti og einu sinni átti ég meira að segja hund. Ég hef þá kenn­ingu að gælu­dýr geri fólk betra og jafn­vel mest óþolandi fólk hef­ur fengið prik í minni bók ef það á gælu­dýr. Sér­stak­lega ketti. Ég held að við hjón­in höf­um mest átt fjóra ketti í einu og fannst það full­kom­lega eðli­legt ástand,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann í pistli í Sunnudagsmogganum. Það hefur líklegast ekki farið framhjá lesendum DV að högni Loga og eiginkonu hans, Svanhildar Hólm, er týndur. Pistillinn er tileinkaður högnanum, Litlakisa.

„Við feng­um hann óvart, eft­ir að dæt­ur okk­ar ráfuðu inní íbúð á Dal­vík fyr­ir sex árum og gengu þar inná læðu með kett­linga sem hún hafði gotið nokkr­um dög­um fyrr. Þær féllu strax fyr­ir þeim eina ljósa í hópn­um og við sömd­um um að við mynd­um fá hann þegar hann væri til­bú­inn,“ skrifar Logi og heldur áfram.

„Svo kom hann. Pínu­lít­ill og úf­inn. Upp­hóf­ust hinar hefðbundnu umræður um nafn. Sum­ar hug­mynd­irn­ar voru dá­lítið und­ar­leg­ar. Dótt­ir okk­ar var hörð á að hann ætti að heita Jón Hólm Berg­mann. Við hætt­um reynd­ar við það þegar við áttuðum okk­ur á að hann myndi senni­lega alltaf verða kallaður Jón HB. Þannig að hann var bara kallaðir litli kisi, til aðgrein­ing­ar frá hinum ketti heim­il­is­ins. Svo bara fest­ist það við hann.“

Sefur ofan á Svanhildi

Logi segir í pistlinum að Litlikisi hafi einu sinni týnst áður, þegar hann var búinn að vera á heimilinu í nokkrar vikur.

„Óð út, eins og hann væri heims­borg­ari, fríkaði út og endaði uppí Katt­holti. Kom svo heim næsta dag með skottið milli lapp­anna, í orðsins fyllstu merk­ingu og fór varla útúr húsi eft­ir það. Ég held að ég geti full­yrt að síðan hafi hann ekki farið lengra en tíu metra frá hús­inu, og þá bara ef Svan­hild­ur var úti með hon­um. Yf­ir­leitt lét hann sér nægja að reka trýnið útum glugg­ann og þefa af heim­in­um.“

Logi lýsir undarlegum persónuleika högnans, að hann sofi helst ofan á Svanhildi og drekki bara úr baðkarinu svo fátt eitt sé nefnt. Fjölskyldan saknar hans mjög, en leitin hefur ekki borið árangur enn.

„En nú er hann týnd­ur aft­ur. Og það er hræðilegt. Við höf­um leitað útum allt. Dreift aulýs­ing­um, gengið um göt­ur um all­an bæ með harðfisk í poka, kallandi á hann. Það er mögu­lega ekk­ert sér­lega svalt að ganga kallandi um göt­ur, lykt­andi eins og Kola­portið en það skipt­ir ekki máli. Við verðum að finna hann,“ skrifar Logi. „Við höf­um fengið mikla hjálp frá fólki sem ger­ir sér grein fyr­ir því að það er stór­mál að týna ketti. All­ir eru boðnir og bún­ir að hjálpa til, líta inní bíl­skúra og opna kjall­ara. En það hef­ur engu skilað.“

Logi segist hafa reynt allt og sé alls ekki hættur.

„Ég hef mis­notað sam­fé­lags­miðla, logið mig inní Face­book-hópa til að getað birt aug­lýs­ing­ar og talað um þetta í út­varpsþætt­in­um mín­um. Og ég er ekki hætt­ur! Það er mögu­lega að renna upp­fyr­ir ykk­ur núna að ég er al­gjör­lega sam­visku­laus þegar um hags­muni katt­anna minna er að tefla. Þetta er semsagt í raun bara ein stór aug­lýs­ing um týnd­an kött. Og þetta er mynd af hon­um. Ég skamm­ast mín ekki neitt!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“
Fókus
Í gær

Þetta halda útlendingar um okkur: „Næstum hver einasti Íslendingur á hest“

Þetta halda útlendingar um okkur: „Næstum hver einasti Íslendingur á hest“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskir karlmenn æfir yfir misskilningi um kvenkyns 007 – „Er Dagur B. Eggerts að leikstýra myndinni?“

Íslenskir karlmenn æfir yfir misskilningi um kvenkyns 007 – „Er Dagur B. Eggerts að leikstýra myndinni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nornadans og galdrar í Skarðsdalsskógi – Sjáðu myndbandið

Nornadans og galdrar í Skarðsdalsskógi – Sjáðu myndbandið