Hljómsveitin vinsæla Sprite Zero Klan gaf í dag út tónlistarmyndband við lagið Pabbahelgi.
Í myndbandinu er annars vegar fylgst með feðgum leiknum þeim af Vilhelmi Neto og Gunnari Hrafni Kristjánssyni. Hins vegar sést frá árshátíð skilnaðarbarna, en þar stígur Sprite Zero Klan á stokk.
Texti lagsins er ansi áhugaverður en þar er sjónarhorn föður í forræðisdeilu sett fram á ansi skondinn hátt, en orðastríð og sala á vímuefnum koma við sögu.
Myndbandið má sjá hér að neðan.