fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fókus

Höll Víðishjóna aftur á sölu – Föl fyrir 159 milljónir

Fókus
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 250 metra einbýlishús við Valhúsabraut 16 á Seltjarnarnesi er komið á sölu og ásett verð 159 milljónir króna. Samkvæmt Þjóðskrá eru hjónin Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir búsett á Valhúsabraut, en þau eru oft kennd við verslanirnar Víðir. Öllum verslunum Víðis var lokað fyrirvaralaus í fyrra og félagið er gjaldþrota. Kom það starfsmönnum í opna skjöldu og sagt frá því í öllum helstu fréttamiðlum að starfsmenn hefðu fengið lítinn sem engan fyrirvara á endanlegri lokun Víðisverslana.

Einbýlishúsið er á Seltjarnarnesi.

Húsið við Valhúsabraut 16 er ekki skráð á þau Eirík og Helgu heldur á fyrirtækið Big Box ehf., en eigandi þess er sonur hjónanna, Sigurður Gísli Eiríksson. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem húsið fer á sölu, en Smartland sagði frá fyrirhugaðri sölu á húsinu í júlí síðastliðnum. Þá var húsið kallað höll Víðishjónanna.

Virkilega falleg eign.

Í þeirri frétt var einnig minnst á sölu Helgu á Hrólfsskálavör 2 sem hún seldi árið 2013. Það hús komst síðan í fréttir fyrir stuttu þegar núverandi eigandi þess, Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, setti það á sölu á einkavefsíðu, en það er talið eitt verðmætasta hús landsins.

Hugguleg stofa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Draumur Siggu Ózk rættist – „Ég hafði bara tvær vikur til að gera allt“

Draumur Siggu Ózk rættist – „Ég hafði bara tvær vikur til að gera allt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Könnun: Hvernig fannst þér Skaupið?

Könnun: Hvernig fannst þér Skaupið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona geturðu platað heilann og borðað minna – Fimm góð ráð

Svona geturðu platað heilann og borðað minna – Fimm góð ráð